Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1368023343.23

    Tann- og munnsjúkdómafræði 2
    TAMS3SA05(FÁ)
    1
    Tanntækni
    Slímhimnusjúkdómar, aðgerðir, tanngervi, tannréttingar, áverkar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er farið yfir slímhimnusjúkdóma, föst tanngervi, laus tanngervi og umhirðu tanngerva. Einnig er fjallað um tannrótarbólgu og meðhöndlun á henni, sértækar tannvegsaðgerðir, munn- og kjálkaskurði og tannúrdrátt. Fjallað er um kosti implanta og aðferðir við að setja þau í ásamt laseraðgerðum, rafskautsskurðlækningum og aðstoð við þessháttar aðgerðir. Teknar eru fyrir ástæður tannáverka, fyrsta hjálp við tannáverkum, ástæður fyrir tannréttingum, gögn sem tekin eru í tannréttingum, mismunandi tannskekkjur, Angels klassi útskýrður og fjallað um mismunandi bitvandamál.
    TAMS3TT05 og SKRÁ2TT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum slímhimnusjúkdómum
    • orsök, afleiðingu og meðhöndlun á tannrótarbólgu
    • sértækum sjúkdómum í tannvegi ásamt aðgerðum til að hindra framgang þeirra
    • mismunandi gerðum af tanngervum, föstum og lausum
    • umhirðu mismunandi tanngerva
    • ýmsum sjúkdómum er krefjast skurðaðgerða í munni
    • algengum tannáverkum og meðferð við þeim
    • orsökum og afleiðingum tannskekkja ásamt mismunandi aðferðum við tannréttingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • útskýra þátt slímhimnusjúkdóma á munnhol
    • miðla þekkingu um orsök og afleiðingu tannrótarbólgu
    • útskýra mun á rótfylltri tönn og heilli tönn
    • útskýra þátt tannsýklu í sjúkdómum í tannvegi ásamt því að útskýra mismunandi aðgerðir til að hindra framgang tannvegssjúkdóma
    • greina mun á milli fastra og lausra tanngerva
    • beita mismunandi aðferðum við umhirðu fastra og lausra tanngerva ásamt leikni í að miðla upplýsingum til skjólstæðinga um umhirðu
    • útskýra hvernig hægt er að fyrirbyggja kjálkaliðsvandamál og bitvandamál með tannréttingum
    • aðstoða við munn- og kjálkaskurðaðgerðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • upplýsa aðra um orsakir og afleiðingar tannrótarbólgu og tannvegssjúkdóma
    • upplýsa aðra um mismunandi tanngervi og geta nýtt sér þekkingu um tanngervi í raunhæfu umhverfi
    • geta lagt gagnrýnið mat á hvað er vænlegt til árangurs til bættrar tannheilsu og meðhöndlun tanngerva
    • geta leiðbeint öðrum til nánari skoðunar á tannskekkjum
    • upplýsa aðra um fyrstu hjálp vegna tannáverka
    Símat, einstaklingsverkefni, hópverkefni, hlutapróf og lokapróf