Áfanginn er framhaldsáfangi sem byggir á starfsþjálfun á aðgerðarstofu (klinik). Nemandi tekur virkan þátt í mismunandi verkum sem fara fram við tannlæknastólinn. Áhersla er lögð á aðstoð við mismunandi aðgeðir ásamt sérhæfðum aðgerðum. Endurtekin þjálfun á aðgerðarstofu við mismunandi verk.
Allt bóklegt nám tanntækna ásamt AVTA2AS10
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
skipulagi vinnudags við sérhæfð verkefni á tannlæknastofum
undirbúningi fyrir mismunandi sérhæfðar aðgerðir
aðstoð við sérhæfðar aðgerðir á almennum tannlæknastofum svo sem við barnatannlækningar, gervitannagerð, almennar skurðlækningar í munni og kjálka og tannréttingar
skráningu á sérhæfðum upplýsingum og aðstoð við skráningar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
undirbúa tannlæknastofu fyrir mismunandi aðgerðir við tannlæknastól svo sem barnatannlækningar, gervitannagerð, almennar skurðlækningar í munni og kjálka og tannréttingar
meðhöndla efni og tæki sem notuð eru við sérhæfðar aðgerðir á tannlæknastofu
aðstoða við sérhæfðar aðgerðir
ganga frá eftir sérhæfðar aðgerðir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bera ábyrgð á undirbúningi tannlæknastofu fyrir komu þjónustuþega
taka á móti þjónustuþega af fagmennsku á viðeigandi hátt
aðstoða af fagmennsku við sérhæfðar aðgerðir á tannlæknastofu
vera virkur þátttakandi við sérhæfðar aðgerðir í munni og hafa yfirsýn
sótthreinsa og dauðhreinsa aðgerðarstofu fyrir og eftir aðgerðir
ganga frá og nýta þau efni og tæki sem til eru á sem bestan hátt
stuðla að því að vinnuferlið gangi vel fyrir sig og sér til þess að frágangur sé til fyrirmyndar
geta nýtt sér þekkingu um aðstoð í raunhæfu umhverfi og geta sjálfur lagt gagnrýnið mat á hvað er vænlegt til árangurs