Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu og undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegur útkomurúmi, þar á meðal frumatriði talningar- og fléttufræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði
helstu hugtökum um gagnasöfn, s.s. tíðasta gildi, venjulegt meðaltal, vegið meðaltal og miðgildi
helstu hugtökum um dreifingu gagnasafns, s.s. seilingu, meðalfrávik, staðalfrávik og hlutfallslegt frávik
líkindahugtakinu og hugtökunum útkoma, atburður og útkomurúm
hugtökunum samantekt og umröðun
fylgnihugtakinu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna tíðnitöflur úr gefnu gagnasafni
að setja tíðnidreifingu fram á myndrænan hátt
reikna helstu gildi sem lýsa gagnasöfnum, s.s. tíðasta gildi, venjulegt meðaltal, vegið meðaltal og miðgildi
reikna helstu gildi um dreifingu gagnasafns, s.s. seilingu, meðalfrávik, staðalfrávik og hlutfallslegt frávik
nota töflureikna til að vinna úr tölfræðilegum gögnum
vinna með samantektir og umraðanir
reikna fylgni
reikna út líkindi á gefnum atburði í einföldu líkindarúmi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita fjölbreyttum vinnubrögðum og gagnrýnum viðhorfum við vinnslu tölfræðilegra gagna
taka tölfræðiupplýsingum með gagnrýnu hugarfari og vera meðvitaður um misbeitingu tölfræðinnar, s.s. varðandi prósentureikning og myndræna framsetningu
Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Leitast er við að nemendur komi sjálfir að matinu, s.s. með sjálfsmati og jafningjamati og að kennarar noti að stórum hluta leiðsagnarmat. Nánari útfærsla námsmats kemur fram í kennsluáætlun.