Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1369604822.74

    Strjál stærðfræði
    STÆR3SS05
    10
    stærðfræði
    strjál stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Efnissvið áfangans eru mengjafræði, rökfræði, talningarfræði, reiknirit og talnafræði. Náttúrlegar tölur eru sameiginlegt viðfangsefni þessara sviða. Helstu efnisatriði eru: Mengi, vensl, varpanir og helstu hugtök varðandi þessi atriði, talningarfræði, rökreglur, mótdæmi, rakning, þrepun, reiknirit, raðir, jafnmunaröð, jafnhlutfallaröð, deilanleiki talna og frumtölur, sætiskerfi með öðrum grunntölum en 10, leifaflokkar og aðgerðir með leifaflokkum. Í meginatriðum er um þrenns konar kennsluhætti að ræða, þ.e.a.s. bekkjarkennslu, hópvinnu og einstaklingsvinnu. Kynning á nýju efni fer oft fram í fyrirlestrum með útskýringum en miklum hluta tímans er varið í dæmareikning sem hver og einn þarf að ná tökum á.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu mengjahugtökum, fjöldatölum og hugtakinu samstétta mengi
    • venslum og vörpunum
    • aðferðum úr talningarfræði
    • helstu hugtökum og aðferðum stærðfræðilegrar rökfræði
    • gerð og notkun reiknirita
    • mengjahugtakinu og mengjareikningi
    • undirstöðuhugtökum talnafræðinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu reglum um mengjaaðgerðir
    • reikna fjölda umraðana og samantekta
    • nota þrepun til að sannreyna ályktanir út frá þrepunarskilgreiningum
    • finna minnsta samfeldi bæði með frumþáttun og reikniriti Evklíðs
    • umrita tölur í önnur talnakerfi en tugakerfið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra helstu sannanir sem koma fyrir í námsefni hans
    • fella stærðfræðileg viðfangsefni inn í þá þekkingu og færni sem hann býr yfir
    • teikna skýringarmyndir til að glöggva sig á vandamálum sem fyrir liggja
    • nýta stærðfræðileg líkön til að fást við aðrar fræðigreinar
    • skilja og taka þátt í að hanna stærðfræðileg líkön sem sniðin eru að ákveðnum viðfangsefnum
    • skilja að það sé ekki sjálfsagt að verkefni hafi lausnir, hvorki einföld jafna né stór viðfangsefni
    • skilja hvaða eiginleikar talna eru háðir talnarituninni og hverjir ekki
    Lögð er áhersla á að hafa námsmat sem fjölbreyttast og það útfært þannig að það nái til sem flestra námsþátta. Leitast er við að nemendur komi sjálfir að matinu, s.s. með sjálfsmati og jafningjamati og að kennarar noti að stórum hluta leiðsagnarmat. Nánari útfærsla námsmats kemur fram í kennsluáætlun.