Heilbrigður lífsstíll og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar svo sem mataræði, hreinlæti, hreyfing, geðrækt, svefnvenjur, skynsemi í fjármálum, kynheilbrigði og tölvunotkun. Fræðsla og forvarnir tengdar sjúkdómum og slysum og áhættuhegðun. Verkefni tengd ábyrgðri hegðun á fullorðinsárunum svo sem foreldrahlutverkinu og fjármálafærni. Nemendur skoða lífssýn sína og gildi. Verkefni miða að því að nemendur búi sig undir að taka ábyrgð á eigin lífi og verða meðvitaðir um ábyrgð sína sem samfélagsmeðlimir.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvað heilbrigður lífsstíll er og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar. Þættir sem m.a. er farið í eru mataræði, hreyfing, geðrækt, hreinlæti, svefnvenjur, skynsemi í fjármálum, kynheilbrigði og tölvunotkun.
Fræðslu og forvörnum tengdum sjúkdómum, slysum og áhættuhegðun.
Skyldu og ábyrgð sem fylgi fullorðinsárunum svo sem foreldrahlutverkinu og fjármálafærni.
Eigin lífssýn og gildi og áhrif hegðunar sinnar og lífsstíls á líðan og heilbrigði.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Í að taka ábyrgð á eigin lífi og efla ábyrgð sína sem samfélagsmeðlimur.
Meta umhverfi sitt og sína eigin hegðun út frá heilsueflandi sjónarmiðum og áhrifum á líf, líðan og heilsu sína.
Meta umhverfi og aðstæður út frá forvarnarsjónarmiðum tengdum slysum og sjúkdómum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Horfa gagnrýnum augum á eigin hegðun og lífsstíl og tileinka sér heilbrigða lifnaðarhætti.
Fara inn í fullorðinsárin meðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir.
Geta greint áhættuþætti í umhverfi sínu sem geta valdið skaða svo sem slysahættu og afleiðingar af áhættuhegðun.
Símatsáfangi. Áhersla lögð á einstaklingsbundið náms- og leiðsagnarmat. Frumþættir eru verkefnavinna, ástundun, frumkvæði, þátttaka og framfarir. Helstu matsþættir eru þó eftirfarandi: Safnmappa, dagbók (ákveðin þemu er tekin fyrir s.s næring, hreyfing, svefn, geðrækt, fjármál og tölvunotkun), þátttaka í málstofum og umræðum í kennslustundum og mæting. Mikil áhersla er lögð á tjáningu nemenda og framkomu í umræðutímum og málstofum. Þekking og skilningur á námsefninu metinn út frá könnun svo sem gagnaprófi eða lokaverkefni.