Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370003480.93

    Náms-og starfsfræðsla
    NÁSS1ÁM02
    2
    Náms- og starfsfræðsla
    Náms- og starfsfræðsla, markmiðsetning, áhugasvið
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum þjálfist nemendur í að átta sig á eigin áhugasviðum og styrkleikum. Nemendur taka áhugakönnun. Nemendur kynnist námi- og störfum í gegnum upplýsingaöflun og miðli til annarra nemenda. Nemendur kynnist þeim náms- og starfsmöguleikum sem þeim standa til boða. Nemendur fái þjálfun í notkun upplýsingaveita er snúa að náms- og starfsvali.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigin áhugasviðum og styrkleikum
    • markmiðsetningu og ákvarðanatöku sem tengjast vali á námi og störfum
    • ýmsum leiðum í náms- og starfsvali
    • kynbundnu náms- og starfsvali
    • hefðbundnum og rafrænum upplýsingasíðum
    • margmiðlunartækni í náms- og starfsvali
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum
    • skoða eigin markmiðsetningu og ákvarðanatöku út frá eigin áhugasviði
    • afla sér upplýsinga um námsframboð í framhaldsskóla og geta valið nám við hæfi
    • afla sér upplýsinga um störf í nærumhverfi
    • gera sér grein fyrir áhrifum kyns á vali á námi- og starfi
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í leit að námi og starfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir hvað þarf að skoða við markmiðsetningu og ákvarðanatöku
    • vera ábyrgur í náms- og starfsvali
    • þekkja möguleika til starfs í nærumhverfi
    • nýta sér upplýsingaveitur um nám- og störf á veraldarvefnum
    Námsmat skal vera óhefðbundið s.s. leiðsagnarmat, sjálfs- og jafningjamat.