Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370358283.91

    Inngangur að sálfræði
    SÁLF2IS05
    54
    sálfræði
    inngangur að sálfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þetta er grunnáfangi í sálfræði þar sem helstu viðfangsefni greinarinnar eru tekin fyrir. Hugtökin hegðun, hugsun, tilfinningar og sjálfsmynd eru sérstaklega skoðuð, ásamt samspili þeirra. Saga sálfræðinnar er kynnt í víðu samhengi, ásamt helstu frumkvöðlum og fjallað er um helstu undirgreinar hennar. Farið er í helstu hugtök sálfræðinnar og mismunandi sálfræðistefnur eru kynntar. Nemendur læra um megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir á hagnýtan hátt með því að framkvæma sínar eigin rannsóknir. Námssálfræði atferlisstefnunnar er tekin vel fyrir í áfanganum og mismunandi tegundir minnis skoðaðar. Mikilvægt er að nemendur geti nýtt sér sálfræðina til að öðlast meiri sjálfsþekkingu.
    Engar forkröfur
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum sálfræðinnar
    • helstu þáttum sem móta sálarlíf einstaklinga.
    • notagildi sálfræðinnar í daglegu lífi
    • mismunandi rannsóknaraðferðum sálfræðinnar.
    • einfaldri heimildavinnu
    • námssálfræði og starfsemi minniskerfa.
    • sögu sálfræðinnar.
    • helstu frumkvöðlum sálfræðinnar.
    • helstu hugtökum sálfræðinnar
    • helstu stefnum og undirgreinum sálfræðinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa í eigin hegðun, hugsun og tilfinningar.
    • greina þá þætti sem að móta sálarlíf einstaklinga.
    • vinna með sína eigin sjálfsmynd.
    • beita mismunandi rannsóknaraðferðum á mismunandi viðfangsefni sálfræðinnar.
    • afla sér heimilda um viðfangsefni sálfræðinnar.
    • nýta sér mismunandi námstækni-og minnisaðferðir.
    • lesa í og skilja umfjöllun um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina.
    • beita þekktum hugtökum sálfræðinnar á viðeigandi máta.
    • koma þekkingu sinni fram á munnlegan og skriflegan hátt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir samspili hegðunar, hugsunar og tilfinninga. ...sem er metið með... samvinnunámi og ljósmyndaverkefni
    • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis og erfða á sjálfan sig og aðra. ...sem er metið með... leitarnámi og samvinnunámi
    • bæta sjálfsmynd og andlega heilsu til að verða hæfari manneskja í nútíma samfélagi. ...sem er metið með... persónulegum verkefnum
    • leggja mat á hvaða rannsóknaraðferðir henta best við mismunandi aðstæður og á mismunandi rannsóknarefni. ...sem er metið með... raunverulegum rannsóknum
    • nota upplýsingaöflun á hagnýtan hátt í því að leysa verkefni. ...sem er metið með... leitarnámi
    • bæta námstækni sína og auka hæfni sína í að muna námsefni ...sem er metið með... prófum og verkefnum
    • tengja saman fortíð og nútíð í sálfræðinni ...sem er metið með... samvinnunámi, leitarnámi og kvikmyndaverkefni
    • tengja saman mismunandi viðfangsefni og hugtök sálfræðinnar ...sem er metið með... samvinnunámi
    • geta tekið gagnrýna afstöðu til álitamála innan sálfræðinnar. ...sem er metið með... umræðum
    • meta á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt eigið vinnuframlag og annarra í verkefnavinnu. ...sem er metið með... sjálfsmati og jafningjamati
    Leitarnám, rannsóknir, samvinnunám, umræður, fyrirlestrar kennara og nemenda, ljósmyndaverkefni, kvikmyndaverkefni, próf. Verkefnavinna, sjálfsmat, símat og jafningjamat. Ástundun, frumkvæði og þátttaka.