Í þessum byrjunar áfanga í eðlisfræði vinna nemendur með hugtök og þekkingu úr grunnatriðum rafmagns- og bylgjufræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru:
Rafhleðsla og straumur, rafsvið, orka, spenna, afl lögmál Ohms, viðnám (eðlisviðnám, hitaháð viðnám, samtenging viðnáma), íspenna, lögmál Kirchhoffs og jafnstraumsrásir, segulmagn og segulsvið. Bylgjur; útbreiðsla, samliðun, staðbylgjur og herma, endurvarp og brot, hljóð, samliðun í raufum, Dopplerhrif, ljósbrot, lögmál Snells, alspeglun, speglun ljóss og geislagangur í linsum.
STÆR2AF.
Einnig eru STÆR2HV og EÐLI2AV æskilegir undanfarar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einingakerfi (SI) og táknum/hugtökum rafmagns- og bylgjufræði
hugtakaheitum á ensku
tenglsum rafmagns- og bylgjufræði við aðrar raungreinar, samfélag og umhverfi
rafhleðslum og rafsviði
rafstraumi, spennu og raforku
viðnámi og lögmáli Ohms
íspennu og innra viðnámi rafhlöðu
lögmáli Krichhoffs og rafrásum
segulmagni og segulsviði
bylgjugerðum og útbreiðslu
staðbylgjum og hermu
hljóðbylgjum
Dopplerhrifum
ljósbroti og lögmáli Snells
brennivídd linsu og linsuformúlunni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota markverða tölustafi með viðeigandi einingum í útreikningum
nota stærðfræði við lausn verkefna/jafna
vinna sjálfstætt að framkvæmd verklegra æfinga og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli
beita lögmáli Ohms
vinna með hugtökin rafsvið, rafafl og raforka
beita lögmálum Kirchhoffs í rafrásum
vinna með staðbylgjur í streng og opnum og lokuðum pípum
vinna með Dopplerhrif
beita lögmáli Snells og vinna með endurvarp og brot bylgna
vinna með linsuformúluna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja saman efnisþætti og beita skipulegum aðferðum við úrlausn einfaldra viðfangsefna
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
greina, hagnýta og meta upplýsingar í margskonar formi (töluðu, rituðu eða myndrænu)
yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum (s.s. stærðfræði og efnafræði) við lausn verkefna
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
útskýra og draga ályktanir út frá niðurstöðum verklegra æfinga
sýna sjálfstæði við að miðla niðurstöðum verklegra æfinga og annarra verkefna áfangans
skiptast á skoðunum við aðra um lausnir og útskýra hugmyndir sínar og lausnir á skilmerkilegan hátt
tengja rafmagns- og bylgjufræði við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
taka þátt í upplýstri umræðu og móta afstöðu til málefna er snerta vísindi, tækni og samfélag