Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1370518858.27

  Inngangur að efnafræði
  EFNA2IE05
  2
  efnafræði
  inngangur að efnafræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Kynning á efnafræði, rannsóknaraðferðum, eiginleikum efna og að vinna með tölur.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • meðferð talna, markverðra stafa og eininga í náttúruvísindum.
  • uppbyggingu atóma, jóna og sameinda.
  • efnatáknum og helstu tegundum efnabreytinga.
  • mólhugtakinu og hlutföllum efna í efnajöfnum.
  • mólstyrk efna í vatnslausn.
  • helstu gerðum efnahvarfa.
  • eiginleikum gasa.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði.
  • nota lotukerfi og jónatöflu.
  • gefa einföldum efnasamböndum nafn.
  • setja upp efnajöfnu og stilla hana.
  • beita mólhugtakinu og vinna með tengsl þess við hlutföll í efnajöfnum.
  • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum.
  • nota gasjöfnuna og reikna hlutþrýsting.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu.
  • nota lotukerfi, jónatöflur og önnur gögn við lausn verkefna.
  • lesa úr efnatáknum og efnajöfnum.
  • gera sér grein fyrir samspili efnafræði, stærðfræði og annarra náttúrufræðigreina.
  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar og gera sér grein fyrir gildi endurtekninga.
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar.
  Skýrslur, verkefni og próf.