Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370520713.65

    Nútímaeðlisfræði
    EÐLI3NE05
    5
    eðlisfræði
    nútímaeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er gerð grein fyrir helstu atriðum í eðlisfræði 20. aldar með áherslu á takmörkuðu afstæðiskenninguna, frumatriði skammtafræði, atóm og kjarneðlisfræði auk öreindafræði. Efnisatriði: Viðmiðunarkerfi, afstæð mæling tíma, lengdar og massa. Svarthlutargeislun, ljóseind og ljósröfun. Atómlíkön Rutherfords og Bohrs. Orkuskömmtun og línulitróf. Skammtatölur og einsetulögmál Paulis. Röntgengeislun, Comptonhrif og leysir. Bindiorka kjarna. Geislavirkni og helmingunartími. Kjarnaklofnun og kjarnasamruni. Öreindir og grunnkraftarnir fjórir.
    EÐLI2AV05 EÐLI2RB05 STÆR3DE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða á ensku tengdum efni áfangans
    • sérhæfðum lögmálum, viðfangasefnum og orðfæri til að taka þátt í almennri umræðu um málefni nútímaeðlisfræði
    • forsendum og niðurstöðum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar
    • þróun skammtafræði og atómlíkana
    • uppbyggingu atóma og rafeindaskipan
    • útgeilsun atóma, ljósröfun, Comtonhrifum og leysiverkun
    • tvíeðli efnis (agnir og bylgjur)
    • uppbyggingu kjarna og geislavirkni
    • öreindum og helstu kenningum um þær
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota markverða tölustafi og viðeigandi einingar ásamt því að hagnýta og yfirfæra leikni milli flóknari stærðfræði og eðlisfræði til úrlausnar verkefna
    • setja fram og túlka myndir, gröf og töflur
    • tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
    • leita sér heimilda um afmarkað efni/verkefni og nýta þær á viðeigandi hátt
    • skipuleggja og framkvæma verklegar æfingar og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli
    • vinna úr jöfnum takmörkuðu afstæðiskenningarinnar
    • reikna þröskuldsspennu og lausnarorku ljósröfunar
    • reikna bylgjulengd ljóss frá vetnisatómi
    • reikna bindiorku kjarna
    • reikna aldur út frá hrörnun geislavirkra kjarna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • yfirfæra þekkingu úr öðrum námsgreinum til að auðvelda námið
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
    • tengja saman efnisþætti og beita skipulegum aðferðum við úrlausn flóknari viðfangsefna
    • greina nauðsynlegar upplýsingar úr safni upplýsinga, hagnýta þær og miðla þeim á viðeigandi formi (í mæltu eða rituðu orði, myndrænt eða í töflum)
    • útskýra, greina og draga ályktanir af niðurstöðum verklegra æfinga
    • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og taka upplýsta afstöðu til siðferðilegra álitamála
    • taka þátt í faglegri umræðu og rökstyðja afstöðu til málefna er snerta vísindi, tækni og samfélag