Í áfanganum eru í upphafi rifjuð upp helstu grunnatriði afl- og rafmagnsfræði en síðan eru valin nokkur viðfangsefni til dýpkunar í aflfræði, rafsegulfræði, varmafræði og bylgjufræði.
Efnisatriði: Lögmál Newtons. Varðveislulögmál orku, skriðþunga og hverfiþunga. Hverfitregða og jafnvægi. Riðstraumur og sveiflurásir. Hálfleiðarar. Sveifluhreyfing. Vökvaaflfræði. Lögmál varmafræðinnar og varmavélar.
EÐLI2VA05
EÐLI2RB05
STÆR3HD05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða á ensku tengdum efni áfangans
sérhæfðum lögmálum, viðfangasefnum og orðfæri til að taka þátt í almennri umræðu um málefni eðlisfræði
kraftvægi, hverfitregðu og hverfiþunga
varðveislulögmálum aflfræðinnar
riðstraum og riðstraumsrásum (sveiflurásum)
hálfleiðurum og notagildi þeirra
sveifluhreyfingum dempuðum sem ódempuðum
vökvalögmálum Arkimedesar og Bernoulis
1. og 2. lögmáli varmafræðinnar og varmavélum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota markverða tölustafi og viðeigandi einingar ásamt því að hagnýta og yfirfæra leikni milli flóknari stærðfræði og eðlisfræði til úrlausnar verkefna
setja fram og túlka myndir, gröf og töflur
tjá skoðanir sínar og verkefni á skýran hátt og rökstyðja í fræðilegu samhengi
leita sér heimilda um afmarkað efni/verkefni og nýta þær á viðeigandi hátt
skipuleggja og framkvæma verklegar æfingar og útskýra niðurstöður út frá verklýsingu/tilraunaseðli
vinna með varðveislulögmál eðlisfræðinnar
vinna með riðstraumsrásir
leysa raunhæf verkefni um dempaðar og ódempaðar sveiflur
beita lögmálum Arkimedesar og Bernoulis
beita lögmálum varmafræðinnar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
yfirfæra þekkingu úr öðrum námsgreinum til að auðvelda námið
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
tengja saman efnisþætti og beita skipulegum aðferðum við úrlausn flóknari viðfangsefna
greina nauðsynlegar upplýsingar úr safni upplýsinga, hagnýta þær og miðla þeim á viðeigandi formi (í mæltu eða rituðu orði, myndrænt eða í töflum)
útskýra, greina og draga ályktanir af niðurstöðum verklegra æfinga
tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og taka upplýsta afstöðu til siðferðilegra álitamála
taka þátt í faglegri umræðu og rökstyðja afstöðu til málefna er snerta vísindi, tækni og samfélag