Í áfanganum er viðfangsefnið siðfræði sem er sjálfstæð undirgrein heimspeki. Áfanginn er kynning á siðfræði sem er bæði afstæð og fræðileg umræða um siðferðileg málefni. Farið verður í siðfræðikenningar, hagnýti þeirra við lausn siðaklemma og hvernig haga beri rökræðu og framsetningu afstöðu.
Í áfanganum verður farið yfir eftirfarandi viðfangsefni:
• Siðferðilega rökræðu; hvað í henni felst, tilgang hennar og hvaðan hún sprettur.
• Menningarlega afstæðishyggju; ólíkar siðareglur sem gilda í ólíkum menningarsamfélögum.
• Nytjastefnu; að velja þá breytni sem leiðir til bestu heildarafleiðingarinnar fyrir alla sem málið snertir.
• Rökræðuna um nytjastefnu; krafan um réttlæti, réttindi og vísan í fortíðarástæður.
• Immanúel Kant og skilyrðislausa skylduboðið.
• Thomas Hobbes og samfélagssáttmálann.
• Dygðasiðfræði.
LÍFS1BE05, LÍFS1BS05 og FÉLV1ÞF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum og hugtökum í siðfræði
hagnýtri siðfræði og gildi siðfræðikenninga í daglegu lífi
lausn siðferðilegra álitamála
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita siðfræðikenningum
rökræða siðferðileg álitamál, átta sig á annmörkum eigin röksemdarfærslu og finna skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum
móta eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hátt
lesa mikilvæga frumtexta í siðfræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka upplýstar ákvarðanir í siðferðilegum málefnum
geta á gagnrýninn hátt greint góðar og slæmar röksemdarfærslur í ræðu og riti
sýna þroskaða siðferðisvitund í hegðun, ræðu og riti
vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.