Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370616676.47

    Útivist og hreyfing
    ÚTIV1HR01
    1
    Útivist
    Útivist og hreyfing
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í náminu er lögð áhersla á að nemendur fari í fjórar dagsferðir (3-6klst) eða eina helgarferð þar sem gist er allavega eina nótt. Þarna geta nemendur valið sér leið eftir hentugleika. Bóklegur grunnur áfangans eru stuttir praktískir fyrirlestrar um gönguferðir, s.s. undirbúningur og búnaður í slíkum ferðum, fyrsta hjálp í óbyggðum, kortalestur og rötun, kynning á notkun GPS punkta, staðhættir og náttúrfar áfangastaða, ásamt gildi útivistar sem heilsuræktar. Ferðin sjálf /ferðirnar geta verið farnar í samvinnu við ferðaþjónustuaðila eða áhugasamtök sem sérhæfa sig í gönguferðum á svæðinu, s.s. Ferðafélag Fljótdalshéraðs og Wildboys. Áfanginn er símatsáfangi sem byggist m.a. á þremur námsþáttum: mætingu í fyrirlestra tengda áfanganum og síðan í ferðina sjálfa, frammistöðu nemandans í vettvangsferðunum og skilum á ferðaskýrslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi gönguferða sem heilsuræktar
    • mikilvægi góðs undirbúnings fyrir lengri og skemmri gönguferðir
    • búnaði og pökkun í bakpoka
    • þeim svæðum sem gengin eru (grunnþekkingu á veðráttu, landafræði, jarðfræði og sögu þeirra áfangastaða sem valdir eru)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera sig kláran í lengri og skemmri gönguferðir hvað varðar viðeigandi útbúnað og nesti
    • lesa á göngukort og geta þannig bjargað sér á merktum leiðum
    • þekkja náttúru á völdum gönguleiðum, t.d. hvað varðar helsta gróður og dýralíf svo og jarðsögu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa á göngukort og velja sér leiðir út frá því
    • meta og ákveða hvaða búnað þarf til ferðar
    • safna saman upplýsingum, taka myndir og gera skýrslu úr áfanganum sem kemur til námsmat