Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370624612.41

    Borgaravitund, einstaklingur
    LÍFS1BE05
    5
    lífsleikni
    borgaravitund, lífsstíll, náms- og starfsfræðsla, sjálfsmynd, tjáning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélag sitt. Eftirfarandi viðfangsefni tilheyra námsefni áfangans: - Sjálfsmynd; auka þekkingu og skilning á sjálfum sér, meta og efla sjálfstraust, samskiptafærni, skilgreina áhugasvið og eigin hæfni á ýmsum sviðum. - Lífsstíll; þar er farið í forvarnafræðslu um vímuefni, áfengi, átraskanir, mataræði og svefn. Auk þess kynheilbrigðsfræðsla frá Ástráði. - Tjáning; farið verður í framkomu og tjáningu eigin skoðana. - Náms- og starfsfræðsla; lögð áhersla á átthagafræði framhaldsskólakerfisins s.s. skólakerfið, námsleiðir, námsmarkmið, sjálfsþekking, námstækni, vinnubrögð og gerð námsáætlana.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • framhaldsskólakerfinu og námsleiðum sem leiða til mismunandi útgönguleiða
    • góðum vinnubrögðum, námstækni og mikilvægi markmiðssetninga
    • tengslum sjálfsþekkingar og náms- og starfsvals sem og áhugasviði, styrkleikum og veikleikum í námi
    • helstu hugtökum sem tengjast sjálfsmynd og þekkingu og skilningi á eigin persónu
    • því hvernig skal undirbúa og flytja munnleg erindi við mismunandi aðstæður
    • gildi heilbrigðs lífsstíls sem og skaðsemi fíknihegðunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða námsframboð og námsleiðir og tengja áhugasvið við náms- og starfsval
    • rýna í eigin sjálfsmynd og meta eigin stöðu t.d. með því að nýta sér ýmis stöðluð og viðurkennd sjálfsmatspróf
    • nýta sér góð vinnubrögð, góða námstækni og setja sér raunhæf markmið
    • undirbúa mál sitt og færa rök fyrir skoðunum sínum og afstöðu
    • nýta sér upplýsingar um forvarnir og heilsueflingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja sér leið gegnum framhaldsskólakerfið og búa til námsáætlun fyrir nám að loknum framhaldsskóla
    • greina og meta sjálfan sig á raunhæfan hátt og setja sér markmið m.t.t. áhugasviðs og styrkleika og veikleika
    • nota árangursríka námstækni, stjórna einbeitingu, beita mismunandi minnisaðferðum, skipuleggja og undirbúa próflestur, glósutækni, lestrartækni og tímastjórnun
    • flytja mál sitt á sannfærandi og öruggan hátt
    • velja heilsueflandi lífsstíl s.s. hollt mataræði, nægan svefn og kynheilsu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.