Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf nemenda og tengslin við samfélagið.
Þeir þættir sem verða teknir til umfjöllunar eru:
• vinnumarkaður; réttindi og skyldur, ferilskrár, starfsumsóknir og atvinnuviðtöl
• fjármálalæsi; eigin fjármál, neysluviðmið, fjárhagsaðstoð
• umhverfismál; sjálfbærni, náttúruauðlindir, umhverfissiðfræði og -vitund og neysluvenjur
• borgaravitund; jafnrétti, staðalmyndir og lýðræði, alþjóðasamfélagið og fjölmenning
• tjáning; flutningur formlegra og hálf-formlegra erinda.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtökum sem snerta umhverfismál og umhverfisvitund, s.s. sjálfbærni
umhverfismerkingum, eigin neysluvenjum og áhrifum þeirra á eigin velferð og umhverfið
fjármálahugtökum ásamt umfjöllun um auglýsinga og neyslusamfélagið
formi tjáningar, hvernig skal undirbúa og flytja munnlegt erindi
helstu þáttum sem snerta gildi, kröfur, réttindi og skyldur á vinnumarkaði
ferli atvinnuumsókna, atvinnuleitar og gerð ferilskrár
umfjöllun um alþjóðasamfélagið og fjölmenningu sem varða jafnrétti og lýðræði
þáttum sem hafa áhrif á samskipti og ágreiningsstjórn
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla og vinna með upplýsingar um eigin neyslu og nýtingu náttúruauðlinda
taka þátt í samræðum sem varða umhverfisvitund og sjálfbærni á ábyrgan og rökrænan hátt
fylgja því ferli sem þarf til að sækja um atvinnu
greina og meta aðstæður er tengjast fjölmenningu, jafnrétti, lýðræði og staðalmyndum
skipuleggja, taka réttar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin fjármálum og neyslumynstri
horfa gagnrýnið á auglýsingar og taka sjálfstæða afstöðu til auglýsinga
undirbúa málflutning í mismunandi aðstæðum og færa rök fyrir skoðunum sínum
skoða samskipti, ágreining og tilfinningar á jákvæðan og hagnýtan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja saman ferilskrá, bera sig að í atvinnuleit og atvinnuviðtölum
meta áhrif eigin lifnaðarhátta á umhverfið og geta hagrætt neysluvenjum m.t.t. sjálfbærni
taka upplýsta afstöðu til almennrar umfjöllunar um umhverfismál
lesa í fjármálatilboð; lesa auglýsingar og draga úr markaðsvæðingu
flytja mál sitt á sannfærandi og öruggan hátt, beita líkamanum rétt í flutningi
meta og gera grein fyrir aðstæðum og þáttum sem tengjast fjölmenningu og alþjóðavitund
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.