Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370860747.44

    Skáldsögur
    ÍSLE3SK05
    7
    íslenska
    skáldsögur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á lestur íslenskra fagurbókmennta, skáldsagna, á markvissan og greinandi hátt með því að nota bókmenntahugtök. Einnig að nemandi komi rökstuddri skoðun á verkunum á framfæri í ræðu og riti. Nemandi hefur áhrif á val skáldsagna.
    Nemandi skal hafa lokið ÍSLENSKU á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað skilur að fagurbókmenntir og afþreyingarbókmenntir
    • beitingu bókmenntahugtaka
    • menningarlegu og fagurfræðilegu gildi bókmennta
    • að bókmenntir þroska málkennd og efla lesskilning
    • gildi bókmennta til persónulegs og félagslegs þroska
    • að bókmenntir efla siðferðisþroska
    • að bókmenntir efla sköpunarmátt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa með gagnrýnum huga
    • mynda sér skoðun og rökstyðja hana með því að vitna í bókmenntatexta og vinna úr honum
    • skrifa bókmenntaritgerð
    • nýta sér bókmenntir til þroska og greiningar á samfélagi
    • nýta sér bókmenntir til að efla mannþekkingu og skilning á álitamálum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota bókmenntahugtök til að verða næmari og gagnrýnni lesandi
    • sjá samfélagið í skýrara ljósi t.d. hvað varðar lýðræði og jafnrétti
    • skilja betur fjölbreytta flóru mannlífsins
    • þroska persónuleika sinn
    • greina, meta og tjá sig um bókmenntaverk af þekkingu, víðsýni, ábyrgð og virðingu
    • njóta þess að lesa bókmenntaverk