Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371044745.0

  Nýsköpun
  HÖNN3NS05
  1
  hönnun
  nýsköpun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Markmiðið er að nemendur hanni frumverk (prótótýpu) af vöru og/eða þjónustu. Markmiðið er að verkið uppfylli skilyrði nýsköpunar. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í að fylgja eftir hugmynd á skipulagðan hátt að lokaútfærslu. Nemendur geta unnið verk sín í samvinnu eða tengslum við fyrirtæki, stofnanir og/eða á eigin forsendum. Farið er í ýmsa þætti varðandi hönnun. Nemendur taka þátt í sýningu og samkeppni.
  HÖNN2HA05 HÖNS2HI05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum og fagheitum hönnunarsviðsins
  • hönnunarferlinu, þörf-lausn-afurð
  • ákveðnum aðferðum í hönnunar-, iðn- og verkgreinum
  • hvernig hönnun, framleiðsla og markaðssetning helst í hendur
  • helstu aðferðum og hugmyndum varðandi vöru og vöruþróun
  • nýjum straumum í markaðs- og framleiðsluaðferðum
  • sambandi milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu
  • möguleikum og tækifærum við hönnun og framleiðslu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna sjálfstætt og temja sér vönduð vinnubrögð
  • taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval og framkvæmd verksins
  • nýta aðferðir markvissrar hugmyndavinnu til að finna lausn á hönnunarverkefni
  • geta gert greinarmun á vöru sem er verksmiðjuframleidd og handunnin
  • geta nýtt sér vettvangsferðir og fyrirlestra í tengslum við námsefni og verkefnaval
  • geta miðlað almennri og sértækri þekkingu sinni með mismunandi aðferðum skrif-, munn- eða verklega
  • ná markaðslegri hugsun í verkefnum sínum
  • skipuleggja viðburði á sviði lista og hönnunar í formi kynninga, sýninga eða samkeppni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta unnið eftir ákveðnu ferli þar sem eitt vinnslustig tekur við af öðru
  • raungera hugmynd frá fyrstu hugdettu að lokaafurð/frumgerð
  • meta, prófa og rannsaka eigin verk út frá gildi þeirra
  • hafa frumkvæði að því að koma vinnu sinni á framfæri á fjölbreytilegan hátt
  • fjalla um og meta eigin verk og annarra á upplýstan og greinargóðan hátt og gera grein fyrir forsendum
  Dagbók, vinnuskýrsla, þátttaka í sýningu og ástundun.