Meginviðfangsefni áfangans er fjölbreytt líkamsrækt þar sem áhersla er lögð á kraft- og þolæfingar. Áfanginn inniheldur mismunandi þætti, s.s. knattleiki, hlaup, þrekþjálfun og sund.
Efnisatriði áfangans:
Líkamsrækt, heilsurækt, upphitun, almenn upphitun, hjartsláttur, púls, teygjuæfingar, þol, þolþjálfun, grunnþol, loftháð þol, loftfirrt þolþjálfun, loftháð þolþjálfun, mjólkursýra, þjálfunarástand, þjálfunarpúls, hvíldarpúls, hámarkspúls, þjálfunaraðferðir, hraðaleikur. Kraftur, kraftþol, hámarkskraftur, kraftþjálfun, stöðvaþjálfun, hringþjálfun, beygjur, réttur, vöðvar, kviðvöðvar, liðleiki, hreyfanleiki, liðir, liðamót, bönd, spennu- og teygjuaðferð, slökun, öndun, slökunartækni, slökunarstaða, líkamsstaða.