Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1371121169.21

    Mál og bókmenntir frá siðaskiptum til aldamótanna 1900
    ÍSLE3MI05(41)
    94
    íslenska
    mál og bókmenntir frá siðaskiptum til aldamótanna 1900
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    41
    Í áfanganum er fjallað um tengsl máls, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram yfir aldamótin 1900. Vakin er athygli á því hvernig málfar íslenskra bókmennta, og bókmenntirnar sjálfar, endurspegla þjóðfélagsaðstæður og menningarlíf, tíðaranda, strauma og stefnur á tímum siðaskipta, lærdómsaldar, upplýsingar, rómantíkur og raunsæis. Nemendur kynnast hugmyndum manna um íslenska tungu og viðleitni þeirra til málhreinsunar. Nemendur fá einnig tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti um einstök verk og höfunda þeirra. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.
    ÍSLE2BÓ05(31)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökunum lærdómsöld, upplýsing, rómantík og raunsæi þegar fjallað eru um bókmenntir
    • áhrifum erlendra menningarstrauma á íslenskar bókmenntir og málfar tímabilsins
    • nokkrum helstu höfundum og verkum tímabilsins
    • einkennum texta sem ritaðir voru á tímabilinu
    • algengum bragreglum og helstu bragarháttum
    • helstu baráttumönnum íslenskrar málhreinsunar á tímabilinu og hugtakinu hreintungustefna
    • tökuorðum, slettum og slangri frá ýmsum tímum sögunnar
    • nýyrðum frá 19. öld
    • erlendum áhrifum á íslenskt mál frá siðaskiptum til nútíma.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa texta sem ritaðir voru á tímabilinu frá siðaskiptum til 1900
    • lesa upphátt úr bókmenntatextum frá tímabilinu með áherslu á stíl og stílbrigði
    • greina algengustu stílbrögð í texta, bæði bundnu mál og óbundnu
    • flytja fyrirlestur um valin bókmenntaverk og höfunda þar sem gætt er að framkomu og framsögn
    • skrifa bókmenntarigerð á vönduðu máli þar sem gætt er að samhengi í efni og meðferð heimilda
    • nota handbækur og hjálparforrit við stafsetningu, meðferð heimilda og framsetningu texta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita bragreglum og stílbrögðum í skapandi skrifum ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófi
    • átta sig á einkennum bókmennta á tímabilinu og áhrifum þeirra á listir og menningu í nútímanum ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/prófi
    • tjá sig munnlega um efni áfangans með áherslu á skýra framsögn og örugga framkomu ...sem er metið með... fyrirlestri
    • skrifa vandaðan texta þar sem samhengis í efni er gætt og heimildir eru notaðar á ábyrgan hátt ...sem er metið með... ritgerð
    • axla ábyrgð á eigin námi ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • taka virkan þátt í kennslustundum ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópavinnu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina.
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verður: fyrirlestur, ritgerð, ýmiss konar verkefni (bæði munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), skriflegt próf í lok annar og mat á undirbúningi og þátttöku nemandans í kennslustundum á önninni.