Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371123029.84

  hugmyndavinna
  HUGM1HU05
  1
  hugmyndavinna
  hugmyndavinna
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum verður kennd markviss hugmyndavinna. Ýmsar aðferðir sem menn beita við að fá og þróa hugmyndir verða kenndar eins og til dæmis hugkort og synektík. Nemendur halda dagbók og vinna markvissa skissuvinnu og safna hugmyndum sínum í hugmyndabanka. Kenndar verða aðferðir við að vinna hugmynd frá frumskissu til ákveðins hlutar s.s. húss, flíkur, myndverks, kvikmyndar o.s.frv. Nemendur fá þjálfun í að ræða um og gagnrýna verk sín og annarra nemenda. Nemendur fara með kennara og á eigin vegum á sýningar sem tengjast efni áfangans og skila umfjöllun um þær. Íslenskir listamenn verða kynntir.
  TEIKN1GR05 LITA1LT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • aðferðum til hugmyndavinnu og skrásetningar
  • hugsunarferlinu frá hugmynd til listrænnar sköpunar
  • hugmyndavinnu íslenskra listamanna, arkítekta og hönnuða
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skapa og þróa verk út frá gefnum forsendum, frá frumhugmynd til endanlegrar afurðar í prótótýpu eða listaverki
  • nota mismunandi efni við hugmyndavinnu
  • halda utan um hugmyndavinnu sína í dagbókarformi og hugmyndabanka
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa hugmynd í gegnum persónulegt vinnuferli, með leiðsögn í átt að listrænni afurð ...sem er metið með... verkefnum
  • fjalla um hugmyndalegan og verklegan bakgrunn verka sinna ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  • taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
  Símat þar sem öll verkefni nemenda, verkleg og skrifleg, verða metin með tilliti til tækni, fagurfræði, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara.