Í áfanganum er farið dýpra í að þjálfa teikningu eftir fyrirmyndum með fjölbreyttum teikniáhöldum, s.s. mismunandi gerðum blýanta, penna, bleki og penslum, kolum og litaðri krít. Einnig læra nemendur a.m.k. eina grafíkaðferð með djúpþrykki - að rista teikningu í álplötu og þrykkja með olíugrafíklitum á pappír.
Nemendur halda áfram að þjálfast í markvissri skissugerð og hugmyndavinnu og að þjálfast í að kynna, greina og ræða um eigin verk og annarra á sem uppbyggilegastan hátt.
Íslenskur listamaður einn eða fleiri kynntir og reynt að tengja verk þeirra verkefnum áfangans bæði í tímum og með því að fara á sýningar.
TEIK1GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig teikning getur verið tæki til sjálfstæðrar listsköpunar auk þess að vera tæki til skissu- og hugmyndavinnu
hvernig nota má fjölbreytt teikniáhöld við sköpun
hvað sé grafík og hvernig búa skal til myndverk með djúpþrykki
hversu mikilvægt sé að vinna jafnt og þétt skissu- og hugmyndavinnu
hvernig listamenn undirbúa listsköpun sína
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna á fjölbreyttan hátt og með mismunandi áhöldum
gera grafíkmyndir með djúpþrykki
undirbúa eigin listsköpun með mismunandi aðferðum við skissu- og hugmyndavinnu
ræða og gagnrýna á uppbyggilegan hátt um eigin verk og annarra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
undirbúa eigin sköpun ...sem er metið með... verkefnum
nota teikningu sem listaverk í sjálfu sér ...sem er metið með... verkefnum
búa til grafíkverk ...sem er metið með... verkefnum
vera gagnrýninn og geta metið eigin listsköpun ...sem er metið með... verkefnum og munnlegri framsögn
Símat þar sem öll verkefni nemenda, verkleg og skrifleg, verða metin með tilliti til tækni, fagurfræði, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara.