Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371128292.58

  Utanyfirflíkur
  FATA2UY05
  2
  fatahönnun
  utan, yfirflíkur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum læra nemendur að hanna og sauma fóðraða yfirhöfn. Nemendur skoða yfirhafnir í sögulegu samhengi og fræðast um kosti þess að fóðra flík. Nemendur þroska með sér tilfinningu fyrir formi, litum, notagildi og listrænu yfirbragði. Nemendur þjálfast í hugmyndavinnu, skissuteikningu og tölvunotkun varðandi hugmyndavinnu og upplýsingaöflun. Nemendur skoða mismunandi hráefni fyrir utanyfirflíkur. Nemendur kynnast uppbyggingu grunnsniðs af jakka, viðbótarhreyfivídd og kynnast ýmsum sniðútfærslum og sniðbreytingum út frá því. Þeir þjálfast í notkun sniðteikninga í minni hlutföllum og flötum vinnuteikningum. Þeir kynnast mikilvægi prufuflíka úr lérefti til mátunar og framkvæmd sniðleiðréttinga. Nemendur kynnast sniðagerð og saumi á ýmsum saumtækniatriðum eins og krögum og vösum. Nemendur þjálfast í útreikningi á efnismagni og skipulagi við sníðingu á efni, fóðri og flísilíni. Nemendur þjálfast í skapandi og sjálfstæðum vinnubrögðum við að skilgreina forsendur og skipuleggja vinnuferli. Þjálfun í nákvæmum og vandvirkum vinnubrögðum. Vettvangsheimsóknir og fyrirlestrar í tengslum við verkefni eftir því sem tækifæri gefast. Nemendur skila skissubók ásamt vandaðri vinnuskýrslu í lok annar og þjálfast í uppsetningu hennar í tölvu. Æskilegt er að nemendur taki þátt í sýningu í lok áfangans.
  FATA1SS05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • yfirhöfnum í sögulegu samhengi
  • fóðrun flíka
  • hvaða hráefni henta í utanyfirflíkur
  • notkun flísilíns í flíkum
  • sérhæfðri hönnun á utanyfirflíkum
  • uppbyggingu grunnsniðs af jakka með tilheyrandi viðbótarvídd og mögulegum sniðaútfærslum bæði í minni hlutföllum og fullri stærð
  • útreikningi á efnismagni
  • vinnu við útfærslu sniða og saumi á fóðruðum utanyfirflíkum
  • saumi á saumtækniatriðum eins og krögum og vösum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla upplýsinga fyrir hönnunarvinnu á utanyfirflík
  • skissa hugmyndir og teikna tískuteikningar og flatar vinnuteikningar
  • útfæra snið í minni hlutföllum og yfirfæra í fulla stærð og öfugt
  • framkvæma sniðútfærslur á grunnsniði fyrir jakka og laga það að líkamsvexti
  • gera snið að fóðraðri flík
  • sníða og sauma fóður inn í flík
  • nota flísilín á réttan hátt
  • reikna út efnismagn fyrir flík
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna utanyfirflík eftir eigin teikningum ...sem er metið með... verkefnum
  • nýta tölvu við upplýsingaöflun, tískuteiknun og uppsetningu vinnuskýrslu ...sem er metið með... verkefnum
  • útfæra snið bæði í litlum hlutföllum og fullri stærð ...sem er metið með... verkefnum
  • laga snið að líkamsvexti ...sem er metið með... verkefnum
  • fullgera snið að fóðraðri utanyfirflík ...sem er metið með... verkefnum
  • gera saumtækniprufur af vösum og krögum ...sem er metið með... verkefnum
  • sauma fóðraða utanyfirflík á skipulagðan hátt og vanda frágang ...sem er metið með... verkefnum
  Námsmat skiptist í símat yfir alla önnina með tilliti til tækni, vinnusemi, vinnubragða og hvernig nemandi tekur tilsögn kennara annars vegar og hins vegar mati á lokaafurð áfangans.