Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371129342.52

  Verkstæði og aðferðir
  TEXT2VA05
  1
  textílhönnun
  aðferðir, verkstæði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í áfanganum læra nemendur um mismunandi textílhráefni, flokkun þeirra og eiginleika. Nemendur kynnast ferlinu frá vinnslu trefja að fullunnum efnum. Kynntar eru helstu framleiðsluaðferðir og vefnaðargerðir. Nemendur læra um eftirmeðhöndlun efna og kynnast stöðluðum meðferðarmerkingum. Nemendur kynnast gæðum, notagildi, umhirðu og endingu fatnaðar, eiginleikum íslensku ullarinnar og gömlum íslenskum handbrögðum við ullarvinnslu. Kynntar verða aðferðir við að vinna textíl t.d. þæfing, prjón og hekl og aðferðir við að lita textíl, stenslun og að þrykkja á efni. Nemendur skoða hvernig hægt er að nota þessar aðferðir á skapandi og óhefðbundinn hátt í hönnun. Skoðað er hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar hanna á textílefni. Farið er í vettvangsferðir eftir því sem tækifæri gefast á sýningar og í fyrirtæki.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi hráefnum og eiginleikum þeirra
  • framleiðsluferli hráefna úr trefjum í voðir
  • helstu vefnaðargerðum og sérkennum þeirra
  • helstu eftirmeðhöndlunum efna og hvaða breytingar þær hafa á efni
  • gömlum íslenskum handbrögðum við ullarvinnslu
  • alþjóðlegum meðferðarmerkingum og meðhöndlun efna
  • heimstextíl og mismunandi aðferðum þjóða við vinnslu á honum
  • mismunandi aðferðum við að vinna textíl eins og þæfingu, prjón og hekl
  • mismunandi aðferðum við að lita efni, þrykkja og stensla
  • hönnun textílefna og mikilvægum atriðum í því sambandi
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina á milli helstu vefnaðargerða
  • útskýra framleiðsluferli textílhráefna
  • lesa alþjóðlegar meðferðarmerkingar á textíl
  • lita efni með mismunandi aðferðum, stensla, þrykkja og mynstra
  • þæfa, prjóna og hekla einfaldar prufur
  • fjalla um íslensku ullina og séríslensk handbrögð við vinnslu hennar
  • nýta sér mismunandi aðferðir til að útfæra eigin hönnun á skapandi og óhefðbundinn hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • Nýta sér þæfingu, hekl og prjón í eigin hönnun og listsköpum ...sem er metið með... verkefnum
  • meðhöndla textílefni á réttan hátt ...sem er metið með... verkefnum
  Áfanginn er símatsáfangi þar sem byggt er á vinnu annarinnar bæði í tímum og þeim verkefnum sem er skilað á önninni og í lok hennar ásamt vinnusemi, vandvirkni og almennri ástundun. Nemendur vinna vandaða vinnubók sem þeir skila í lok annar og vinna lokaverkefni sem byggir á úrvinnslu aðferða á skapandi og hugmyndaríkan hátt.