Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371129625.2

  Tískuteikning og hugmyndavinna
  TÍSK2TH05
  1
  tískuteikning
  hugmyndavinna, tískuteikning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Lögð er áhersla á notkun teikniáhalda, lita og pappírs. Kennd eru undirstöðuatriði í litafræði og formteiknun ásamt fríhendisteikningu og skissugerð. Tískugínur eru teiknaðar í mismunandi stærðum. Æfð er áferðarteikning og skyggingar með blýöntum og litum. Kynntar eru fjölbreyttar aðferðir við gerð óhefðbundinna tískuteikninga. Þema- og litaspjöld ásamt tískuteikningum eru unnar jafnt í höndum sem og í tölvum. Hugmynda- og skissuvinna er unnin út frá þema. Nemendur vinna í skissubækur yfir önnina. Verk íslenskra og erlendra tískuteiknara eru skoðuð. Uppsetning og þátttaka í sýningu.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun teikniáhalda og mismunandi eiginleikum lita og pappírs
  • aðferðum við teikningu á tískugínum
  • þemaspjöldum, handgerðum sem og í tölvum
  • skissuvinnu sem hluta af ferli við hugmyndavinnu
  • vinnslu tískuteikninga í höndum og í tölvum
  • aðferðum við að ná fram áferðum og skyggingum í tískuteikningum
  • óhefðbundnum aðferðum og verkfærum við teikningu
  • mikilvægi ferilmöppu
  • mikilvægi stöðugra æfinga til að ná framförum í teikningu
  • íslenskum og erlendum tískuteiknurum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota ýmis teikniáhöld og liti við gerð tískuteikninga
  • nota óhefðbundnar aðferðir við teikningu
  • útbúa þema- og litaspjöld jafnt í höndum og í tölvu
  • vinna hugmyndavinnu og teikna skissur út frá þema
  • nota tölvur við uppsetningu og frágang á tískuteikningum
  • beita aðferðum til að ná fram áferðum og skyggingum í teikningum
  • setja fram hugmyndir og ganga frá verkefnum í ferilmöppu
  • skoða og læra af erlendum og íslenskum tískuteiknurum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna með þema- og litaspjöld og vinna úr hugmyndum í skissuformi ...sem er metið með... verkefnum
  • setja hugmyndir sínar og teikningar upp á fjölbreyttan hátt í höndum og í tölvum ...sem er metið með... verkefnum
  • teikna fjölbreyttar tískuteikningar og nota óhefðbundnar aðferðir til að ná fram stíl ...sem er metið með... verkefnum
  • setja tískuteikningar sínar upp til sýningar ...sem er metið með... verkefnum
  • vinnu hugmynda út frá þema ...sem er metið með... verkefnum
  Verkefnaskil yfir önnina. Skila á öllum verkefnum uppsettum í ferilmöppu fyrir lokamat í lok annar.