Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371129837.32

  Tískuteikning og ferilmappa
  TÍSK3TF05
  1
  tískuteikning
  ferilmappa, tískuteikning
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Teikning sem verkfæri fata- og textílhönnuða er þjálfuð og æfð. Áhersla er lögð á teikningu fatnaðar á líkama eða gínu. Línur, skuggar, litir, form, jafnvægi, hlutföll, vaxtarlag, áferð og munstur eru skoðuð áfram. Nemandinn velur sér verkfæri, liti og aðferðir til að ná fram persónulegum teikningum. Módelteikning er æfð og lifandi módel notuð eftir því sem tækifæri gefast. Skoðað er hvernig ná má fram skuggum, áferðum og hreyfingu í teikningum af efnum og hvernig má stílisera teikningar og gera þær persónulegar og skapandi. Teikning ýmissa smáatriða í fatnaði og textíl er þjálfuð. Nemendur halda áfram að þjálfa teikningu með tölvupenna og mottu og vinna teikningar í photoshop. Teikningar tískuteiknara („illustrators“) eru skoðaðar og athugað hvernig samfélag og tímabil hafa haft áhrif á teiknistíla í gegnum tíðina. Nemendur þjálfa áfram þemavinnu, hugmyndavinnu og skissugerð og vinna í skissubækur. Nemendur fá tilsögn hvernig búa má til ferilmöppu til kynningar á sjálfum sér og vinnu sinni sem hægt er að nota t.d. til að sækja um framhaldsnám, samkeppnir, sýningar eða atvinnu. Skoðaðir eru ýmsir möguleikar á útfærslu við uppsetningu verkefna s.s. tölvuvinnsla. Búið er til sýnishorn af ferilmöppu þar sem nemandinn vinnur með feril sinn í náminu.
  TÍSK2TH05 LITA1LT05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig megi ná fram smáatriðum fatateikningar á gínum og líkömum
  • hvernig hægt sé að ná fram skuggum, munstrum og áferðum í teikningu
  • hvernig megi stílisera teikningar og gera þær persónulegar og skapandi
  • hvernig megi teikna vandaðar flatar vinnuteikningar
  • hvernig megi lesa flatar vinnuteikningar
  • hvernig mismunandi verkfæraval veitir mismunandi útkomu
  • hvernig megi þjálfa líkamsteikningu og gínuteikningu
  • hvernig tíðarandi hefur áhrif á tískuteikningar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • koma til skila hugmyndum að fatnaði með teikningu
  • teikna fatnað fyrir gínur og fólk
  • ná fram skuggum, munstrum og áferðum í teikningu
  • stílisera og ná fram persónulegri túlkun í teikningum
  • velja verkfæri sem henta mismunandi verkefnum
  • vinna vandaðar vinnuteikningar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • koma til skila hugmyndum að fatnaði ...sem er metið með... ferilmöppu
  • tjá sig í tískuteikningu á persónulegan hátt ...sem er metið með... ferilmöppu
  • velja rétt verkfæri fyrir verkefni ...sem er metið með... ferilmöppu
  • skoða verk tískuteiknara í gegnum tíðina og nýta þau sem innblástur fyrir sín verk ...sem er metið með... ferilmöppu
  • greina tískuteikningar eftir tíðaranda ...sem er metið með... ferilmöppu
  Nemendur skila vandaðri vinnumöppu sem inniheldur verkefni annarinnar ásamt skissubók sem unnin hefur verið jafnt og þétt yfir önnina. Vinnusemi, ástundun, skilvirkni og vandvirkni er einnig hluti af námsmati.