Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1371134610.53

    Uppbygging atóma, efnasambönd og efnajöfnur
    EFNA2EA05
    5
    efnafræði
    byrjunaráfangi í efnafræði á náttúruvísindabraut, efnasambönd og efnajöfnur, uppbygging atóma
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í þessum byrjunaráfanga í efnafræði öðlast nemendur færni í að vinna á vísindalegan hátt með stærðir. Felst þetta m.a. í því að nemendur læra að meta fjölda markverðra stafa og breyta á milli eininga hvort sem um er að ræða lengd, flatarmál eða rúmmál. Nemendur kynnast því næst ýmsum undirstöðuhugtökum efnafræðinnar og byrja að vinna með þessi hugtök. Þau efnafræðilegu hugtök sem kynnt verða eru m.a. frumeind, sameind, jón, frumefni, efnasamband, sterk efnatengi (samgild tengi, jónatengi og málmtengi) og veik efnatengi, efnahvarf, efnajafna og mól. Nemendur munu læra að nýta sér lotukerfi, m.a. til að segja til um eiginleika einstaka frumefna og spá fyrir um hvernig efnahvörfum frumefnin eru líklegust til að taka þátt í. Nemendur munu jafnframt nota rafdrægnitöflur. Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að stilla efnajöfnur. Nemendur munu jafnframt tengja hugtakið mól við efnajöfnurnar og nýta sér þessi tengsl til ýmissa útreikninga.
    Grunnáfangi í náttúrufræði NÁTT1GR05 (NÁT1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • meðferð og notkun talna í náttúruvísindum, þ.á.m.:
    • fjölda markverðra stafa
    • að breyta um einingar í ein-, tví- og þrívíðu rúmi
    • uppbyggingu frumeinda, jóna og sameinda
    • uppbyggingu lotukerfisins
    • efnatáknum
    • mólhugtakinu
    • hlutföllum efna í efnajöfnum
    • rafeindaskipan atóma og jóna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
    • setja upp efnajöfnur og stilla þær
    • aðgreina efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
    • nota rafdrægnitöflu
    • beita mólhugtakinu og tengja það hlutföllum í efnajöfnum
    • nota lotukerfi , m.a. til að spá fyrir um hleðslu jóna og segja til um eiginleika einstakra frumefna.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í efnafræði
    • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar.
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.