Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1371208586.43

  Lífsleikni
  LÍLE1GM05
  1
  Lífsleikni
  Grunnþættir menntunar
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Áfanganum er ætlað að auka hæfni nemandans á margvíslegan hátt m.t.t. grunnþátta menntunar. Hann fær tækifæri til að glöggva sig betur á námsleiðum skólans, átta sig á til hvers þær leiða og gera sér betur grein fyrir kröfum hugsanlegra viðtökuskóla og atvinnulífs. Í áfanganum mun nemandinn kynna sér skólastarfið og félagslíf innan skólans. Lögð verður áhersla á að efla skilning nemandans á sjálfum sér, tilfinningum sínum, gildismati, lífsháttum og framtíðarsýn ásamt því að styrkja tjáningarhæfni og sjálfstraust þannig að hann geti sett fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökrætt þær. Rætt er um mikilvægi þess að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk. Nemandinn eflir félagsþroska sinn, siðvit og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann fær tækifæri til að hugleiða hvert stefnir, hver sé lífssýn hans og lífsgildi, búa sig undir að taka ábyrgð á eigin lífi og verða meðvitaður um ábyrgð sína sem neytandi. Fjallað er um lýðræði, þátttöku á vinnumarkaði og í mótun samfélagsins, menningu og fjölmenningu, listir og umhverfi. Áhersla er á sjálfbærni og stöðu og hlutverk einstaklingsins andspænis samfélagi og náttúru. Nemandinn tekst á við mismunandi verkefni sem tengjast áfanganum og kynnir verkefnin fyrir samnemendum sínum. Hvatt er til notkunar fjölbreyttra aðferða við tjáningu með áherslu á notkun margmiðlunartækni. Áhersla er lögð á að nýta sköpunarkraft og frumkvæði nemandans. Það er gert með því að efna til nýsköpunarkeppni þar sem aðferðum nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar er beitt.
  Engar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • árangursríkum aðferðum við nám í framhaldsskóla.
  • félagsstarfi skólans.
  • þeirri sérfræðiþjónustu sem skólinn hefur upp á að bjóða og hvar hennar er að leita, t.d. hjá umsjónarkennara, námsráðgjafa og á skólasafni.
  • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar.
  • lýðræði og framkvæmd þess.
  • ólíkri menningu og geti skoðað hana frá ýmsum sjónarhornum.
  • mikilvægi frumkvæðis og skapandi hugsunar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta sér námsframboð og námsleiðir skólans á sem árangursríkastan hátt.
  • nýta sér ýmsa félagsstarfsemi og aðra nemendaþjónustu sem er í boði innan skólans.
  • átti sig á mikilvægi góðra tengsla við fjölskyldu og vini, ásamt því að taka þátt í félagslífi.
  • taka skynsamlega afstöðu til fjármála.
  • taka ábyrga afstöðu sem neytandi í flóknu og margbreytilegu samfélagi.
  • hugleiði hlutverk sitt í samfélaginu.
  • gera sér grein fyrir réttindum og skyldum á vinnumarkaði.
  • kynna hugðarefni sín frammi fyrir öðrum á formlegan og óformlegan hátt.
  • eiga gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi.
  • hugsa með skapandi hætti um umhverfi sitt og sýna frumkvæði við framkvæmd hugmynda sinna.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skoða mismunandi námsleiðir, gera skipurit af þeim og meta hvert þær leiða sem er metið með verkefnavinnu.
  • átta sig á samhengi ímyndar, lífsstíls, gildismats og lífsskoðunar og fyrirætlana sem er metið með einstaklings- og hópverkefnum og kynningum.
  • taka ábyrgð á eigin lífi sem m.a. felur í sér að tileinka sér heilbrigða lifnaðarhætti og taka ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja sem notuð eru til lækninga. Það er metið með verkefnum og sjálfsmati.
  • fjalla um ýmis dægurmál sem upp koma hverju sinni, í tengslum við nám sitt, næsta umhverfi eða á opinberum vettvangi. Metið með hópverkefnum, umræðum og kynningum.
  • meta stöðu sína sem einstaklings í samhengi við umhverfi sitt m.t.t. sjálfbærrar þróunar. Þetta er metið með verkefnum og kynningum.
  • geti beitt margvíslegum aðferðum við að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri við aðra sem er metið með hópvinnu og kynningum.
  • finna frumlegar og skapandi leiðir til að nálgast áskoranir daglegs lífs sem metið er með nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni.
  Mikil áhersla er lögð á framlag nemenda í kennslustundum. Fyrirlestrar (kennarar, nemendur og gestir), umræður, einstaklings- og hópverkefni, farið í vettvangsferðir og ferðalag. Fjölmiðlar og netið verða notuð við kennslu og úrvinnslu. Efnt er til nýsköpunarkeppni milli hópa nemenda þar sem verðlaunað verður fyrir frumlegar hugmyndir, útfærslu þeirra og framkvæmd. Nemendur færa reglulega dagbók um starfið eftir nánari fyrirmælum kennara með það að leiðarljósi að rifja upp og taka rökstudda afstöðu til námsmarkmiða. Lögð er áhersla á að nemendur finni samfelluna í náminu með reglulegri upprifjun í eigin skrifum og öðrum verkum. Virkni nemenda í umræðum og samstarfi er nauðsynleg.