Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1372175427.31

    Nýsköpun og frumkvöðlamennt
    NÝSK2UL04
    13
    nýsköpun
    Undirbúningur lokaverkefnis
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Áfanginn er ætlaður til undirbúnings lokaverkefnis nemenda á bóknámsbrautum. Efni hans er skipt í fjórar sjálfstæðar námslotur. 1. lota: Hvað er nýsköpun? 2. lota: Sköpunarverkefni - List/handverk - FabLab - sjálfbærni 3. lota: Félagsleg nýsköpun 4. lota: Hugmyndasmiðja þar sem hugað er að lokaverkefni, tengingu þess við grunnþætti, námsgreinar, fyrra nám og reynslu og framtíðarsýn. Nemendur hópa, vinna við afmörkun hugmynda að lokaverkefni og gera fyrstu drög að verkáætlun.
    Nemendur þurfa að hafa lokið um 2/3 hlutum náms til stúdentsprófs.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar
    • því sem felst í nýsköpunarferli
    • samfélagslegu mikilvægi nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi
    • mikilvægi samvinnu ólíkra einstaklinga í nýsköpunarferli
    • mikilvægi skipulagningar í nýsköpunarferli
    • siðferðilegum spurningum sem kvikna í tengslum við nýsköpun og frumkvöðlastarf
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hugsa lausnamiðað
    • hrinda hugmyndum í framkvæmd
    • leita samstarf við sérfróða aðila við framkvæmd hugmynda
    • kynna hugmyndir sínar fyrir hagsmunaaðilum á fjölbreyttan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • virkja sköpunarkraft sinn og frumkvæði á samfélagslega ábyrgan hátt ...sem er metið með... hóp- og einstaklingsverkefnum og þátttöku í umræðum
    • skipuleggja nám sitt á ábyrgan hátt með vísan til skýrrar framtíðarsýnar á sviði nýsköpunar ...sem er metið með... verkefnum í verkefnamöppu
    • skipuleggja og halda utan um vinnuferli ...sem er metið með... verkefnum í verkefnamöppu
    • afla sér, vinna úr og miðla upplýsingum á fjölbreyttan og gagnrýninn hátt ...sem er metið með... verkefnum í verkefnamöppu
    • ástunda fræðileg vinnubrögð og gott vinnusiðferði ...sem er metið með... hóp- og einstaklingsverkefnum og þátttöku í umræðum
    Áfanginn er símatsáfangi. Nemandi heldur verkefnamöppu (rafrænt) þar sem hann safnar saman öllum gögnum sem verða til í áfanganum. Þátttaka í hópvinnu er metin og vinnuframlag hvers og eins er metið með jafningjamati. Leiðbeinandi leitast við að gefa nemanda reglulega endurgjöf með samtölum við hann.