Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1377008543.2

    Afbrotafræði
    FÉLA3AB05
    7
    félagsfræði
    afbrotafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Afbrotafræði er ein af undirgreinum félagsfræðinnar og styðst við aðferðir félagsvísinda til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Í þessum áfanga er farið í sjónarhorn og viðfangsefni afbrotafræðinnar. Skoðaðar verða mismunandi tegundir afbrota og afleiðingar þeirra. Unnið verður með spurningar eins og: Hvað eru afbrot? Eru sum afbrot verri en önnur? Af hverju fremur fólk afbrot? Er ástæða til að herða refsingar við afbrotum. Umfjöllun um afbrot, afbrotamenn og refsingar endurspegla siðferðishugmyndir og þjóðafélagsviðhorf. Því er lögð áhersla á að nemendur fjalli á gagnrýninn hátt um álitamál er tengjast fráviks og afbrotahegðun og viðbrögðum samfélagsins við þeim.
    FÉLA2BY05_7 (FÉL2A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samstöðu-, samskipta- og átakasjónarhornum afbrotafræðinnar
    • helstu hugtökum afbrotafræðinnar, s.s. frávik, stimplun og félagslegt taumhald
    • helstu tegundum frávika og afbrota
    • aðferðum sem samfélög beita og hafa beitt til að taka á afbrotum
    • sérstöðu afbrotafræðinnar og skyldleika hennar við aðrar greinar félagsvísinda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla upplýsinga um frávik og afbrot og viðbrögðum samfélagsins, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • beita helstu hugtökum og kenningum afbrotafræðinnar
    • greina mismunandi tegundir afbrota út frá ólíkum sjónarhornum
    • nota fræðilegan texta á íslensku og erlendu tungumáli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lagt mat á upplýsingar um frávik, afbrot og viðbrögð samfélagsins við afbrotum
    • tengja umfjöllun fjölmiðla um afbrot við sjónarhorn afbrotafræðinnar (hugtök og kenningar)
    • geta tjáð sig í ræðu og riti um samfélagsleg álitamál er tengjast afbrotum og viðbrögðum samfélagins við þeim
    • vita hvað felst í fræðilegum vinnubrögðum, kunna að leita að heimildum, meta gæði þeirra og vísa rétt í þær
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.