Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1377959116.16

    Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana
    STHE1HÞ05(FÁ)
    1
    Starfsumhverfi heilbrigðisstétta
    Heilbrigðisþjónustan
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Fjallað er um skipulag heilbrigðisþjónustunnar, yfirstjórn, skilgreindir þjónustuþættir og þjónustustig samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og mismunandi rekstrarform. Gerð er grein fyrir löggiltum heilbrigðisstéttum og hlutverkum þeirra. Fjallað er um lög um heilbrigðisþjónustu, vinnuverndarlöggjöf, þagnarskyldu og lög um réttindi sjúklinga. Gerð er grein fyrir eftirliti með heilbrigðisþjónustunni og hvernig stefnumörkun er háttað.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagi heilbrigðiskerfisins, lögum og reglugerðum sem því fylgja
    • mismunandi þjónustustigum í heilbrigðiskerfinu
    • löggildum heilbrigðisstéttum og hlutverki þeirra
    • mismunandi rekstarformi í heilbrigðiskerfinu
    • innra skipulagi helstu heilbrigðisstofnana
    • réttindum skjólstæðinga
    • hættum í vinnuumhverfi sem hafa óæskileg áhrif á heilsu og hvernig má varast þær
    • helstu áherslum í heilbrigðisáætlun
    • ferli eftirlits Landlæknisembættisins með heilbrigðisþjónustu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • upplýsa skjólstæðing um rétt sinn og leiðbeina honum á rétt þjónustustig innan heilbrigðiskerfisins
    • útskýra mismunandi rekstrarform innan heilbrigðiskerfisins
    • varast skaðlegt vinnuumhverfi
    • lýsa eftirlitsferli innan heilbrigðisþjónustunnar
    • greina forgangsatriði í stefnumörkun heilbrigðisþjónustu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina mismunandi þjónustustig í heilbrigðiskerfinu
    • greina vinnuumhverfi með tilliti til öryggisþátta
    • miðla þekkingu sinni um helstu áherslur í heilbrigðisáætlunum og eftirlitsferli
    • a
    • b
    • c
    • d
    Einstaklingsverkefni, lokaverkefni, ástundun, símat