Gæði, öryggi og rekjanleiki fyrir sótthreinsitækna
Samþykkt af skóla
2
5
FÁ
Í áfanganum er fjallað um hugmynda- og aðferðafræði altækrar gæðastjórnunar (TQM) og straumlínustjórnun (lean management). Farið er í uppbyggingu gæðakerfi framleiðslufyrirtækja og þær aðferðir sem eru notaðar við úrvinnslu frávika til að bæta árangur. Veitt er innsýn í hvernig PDCA gæðahringrásin er nýtt til að viðhalda stöðugum umbótum sem eiga að tryggja að fyrirtækið skili tilætluðum árangri. Einnig er farið í skjalfestingu gæðakerfis það er gæðahandbók, innihald hennar og tilgang.
Almennar greinar og heilbrigðisgreinar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
tilgangi gæðakerfis í framleiðslufyrirtæki
tilgangi straumlínustjórnunar (lean management)
uppbyggingu gæðakerfa í fyrirtækjum
frávikaskráningu og viðbrögðum við frávikum til að bæta árangur
gæðahandbókum, tilgangi og innihaldi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna samkvæmt gæðastöðlum og fylgja eftir vinnureglum gæðahandbókar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja vinnu með tilliti til straumlínuferla
meta frávik, skráningu frávika, geta tekið þátt í breyttum verkferlum til að koma í veg fyrir frávik
geta metið vinnuaðferðir og fylgt þeim eftir, samkvæmt verkferlum gæðahandbókar
Heimaverkefni, ferilbók, stutt próf, tímaverkefni, hópverkefni metið með jafningjamati ásamt sjálfsmati