Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1378215989.37

  Stærðfræði: Föll og ferlar - línur og fleygbogar
  STÆR2LF03
  15
  stærðfræði
  Föll og ferlar - línur og fleygbogar
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  Í þessum upphafsáfanga verður lögð megináhersla á fallahugtakið og ýmsar gerðir falla og ferla skoðaðar. Farið verður í skilgreiningu línu og notkun breyta og það notað við lausnir á jöfnuhneppum . Fleygbogar verða krufðir til að finna rætur og útgildi. Við lausn allra verkefna verður mikið stuðst við tölvuforrit.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings og 1. og 2. stigs jöfnum,
  • grunnatriðum og stærðfræðiforritsins Geogebru
  • beinum línum, fleygbogum og skurðpunktum ferla
  • fallahugtakinu
  • margliðum; þáttun, núllstöðvum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lýsa sambandi tveggja breyta á myndrænan hátt
  • nota forrit til að leysa ýmis reikningsleg viðfangsefni
  • leysa 1. og 2. stigs jöfnur
  • lýsa raunverulegum fyrirbrigðum með notkun falla
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga
  Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.