Í áfanganum eru kynntir helstu straumar og stefnur í innanhússarkitektúr í samtímanum. Nemendur kynnast grunnþáttum í aðferðum við að skipuleggja og hanna rými. Kynnt verða forrit sem notuð eru í áframhaldandi námi og lögð áhersla á að nemendur nái tökum á að nýta sér þau. Fjallað er um hin ólíku stílbrigði, húsbúnað, lýsingu, liti, verð og gæði hráefna og vara. Kynntir verða mismunandi möguleikar á textílhönnun í manngerðu umhverfi t.d. gluggatjöld, púðar áklæði og fleira og skoðað hvaða hlutverki slíkir hlutir gegna í daglegum þörfum og lífsstíl. Einnig er lögð áhersla á mismunandi vinnuaðferðir varðandi styrkleik, frágang, útlit og notagildi. Nemendur gera tillögur að nokkrum útfærslum og rýmisteikningar af híbýlum, safna prufum og upplýsingum sem kynntar verða fyrir samnemendum. Nemendur vinna verkefni í textílhönnun fyrir rými og vinna með litasamsetningar, form og áferðir mismunandi efna. Farið verður í vettvangsferðir og á fyrirlestra sem tengjast áfanganum.
SJÓN1TE05 eða
SJÓN2LF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
straumum og stefnum í innanhússhönnun í samtímanum
hinum ólíku stílbrigðum sem tengjast nútímahíbýlum
mismunandi möguleikum á hönnun nytjahluta í nánasta umhverfi okkar
mikilvægi sjálfbærrar hönnunar og gæðavitundar í hönnun almennt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta forrit/tölvutækni til að hanna og skipuleggja rými
vinna hugmynd að útfærslu á rými í tengslum við hráefni
vinna með form, liti og áferðir
meta og gera samanburð á verði, gæðum, meðhöndlun, meðferð og endingu efna og hluta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mæla upp rými
tölvuteikna og handteikna rýmisteikningu af híbýlum
kynna með myndrænni framsetningu eigin hugmynd af hönnuðu rými ásamt möppu með prufum af hréfnum og sýnishorni af textílum