Um er að ræða grunnáfanga í vöruhönnun á framhaldsskólastigi.
Farið verður yfir það hvað vöruhönnun er, hvaða tilgangi hún þjónar í nútíma samfélagi og hvað er VARA? Einnig verður saga vöruhönnunar frá 1750 til dagsins í dag kynnt í örmynd til að nemendur hafi betri heildarsýn á fagið.
Áfanginn er að mestu leiti verklegur en nokkur skrifleg verkefni geta þó verið þó inn á milli. Nemendur þurfa að halda úti skissubók fyrir öll verkefnin og er hluti af áfanganum því kennsla í að kortleggja hugmyndirnar, rannsaka og færa inn í skissubók. Kennari aðstoðar við útfærslu á hugmyndum, ljósmyndum, texta og teikningum, en bæði er hægt að notast við Photoshop og sambærileg forrit og/eða þá að nemendur teikna upp hugmyndir sjálfir og fá aðstoð við framsetningu í skissubók.
Nemendur fá einnig innsýn inn í módelgerð og þurfa að skila af sér verkefni því tengdu þar sem nemandi fær aðstoð við að gera eftirlíkingu af fyrirfram gefnum hlut/vöru í sem nákvæmastri mynd.
Í lokin verður unnið lokaverkefni þar sem nemendur hanna sína eigin vöru út frá fyrri rannsóknarvinnu og fyrirfram ákveðnu þema sem kennari leggur fyrir. Nemendur búa til „prótótípu/frumgerð“ af vörunni og enda svo áfangann með sýningu á bæði lokaverkefni, kynningarefni og skissubók.
SJÓN1TE5
SJÓN2LF5
MARG2MI05
HUGM2HS5
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
faginu vöruhönnun
fjölbreytni vöruhönnunar í nútíma samfélagi
hvernig ferli er unnið frá hugmynd að vöru
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
koma hugmyndum sínum, rannsóknum og ferli skilmerkilega frá sér í formi skissubókar
útbúa einföld módel/frumgerðir
virkja eigin sköpunarmátt og hugmyndir sem einstaklingur og í hóp
nýta „verkfæri“ og verktækni sem vöruhönnuðir notast við í vinnu sinni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vera óhræddur við að gera „mistök“
taka þátt í umræðum og nota gagnrýna hugsun þegar hann tjáir skoðanir sínar
taka við uppbyggilegri gagnrýni og nýta hana til þess að bæta verkefnið sitt/vöruna