Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1383240610.19

    Menningarheimur barna og unglinga
    ÍSLE3BU05
    12
    íslenska
    Barna- og unglingabókmenntir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum eru fjölbreytt viðfangsefni. Áhersla er á menningarheim barna og unglinga. Fjallað er um ýmsar bókmenntategundir s.s. myndabækur, barna- og unglingabækur, teiknimyndasögur, þjóðsögur og ævintýri. Skoðaðar eru myndskreytingar í barnabókum. Bækurnar eru skoðaðar með augum gagnrýnandans með tilliti til fjölmenningar, jafnréttis og stöðu kynjanna. Nemendur styðjast við verkfæri bókmenntagreiningar til að kryfja efnið. Barnaefni sjónvarpsstöðvanna er skoðað. Bornir eru saman leikir barna nú og fyrr á tímum. Einnig er fjallað um ljóð fyrir börn og ýmsa aðra afþreyingu eins og tölvuleiki og spil. Lögð er áhersla á þjálfun og færni í ritun.
    ÍSLE2NH05 og ÍSLE2RR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum barnabókmennta
    • mikilvægi ævintýra, þjóðsagna, leikja og ljóða í menningu þjóða
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar við val á barnabókum
    • mikilvægi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau
    • þætti myndskreytinga í barnabókum
    • því hvernig beita má bókmenntagreiningu til að öðlast dýpri skilning á bókmenntaverkum
    • því hvers konar afþeying er í boði fyrir börn
    • því að færa rök fyrir skoðun sinni á skipulegan hátt
    • heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fjalla af skilningi og þekkingu um barnabókmenntir
    • notfæra sér bókmenntagreiningu í umfjöllun um verk
    • greina verk á gagnrýninn hátt t.d. út frá fjölmenningu, jafnrétti og stöðu kynjanna
    • fjalla af skilningi og þekkingu um afþreyingu barna og unglinga
    • átta sig á hvað einkennir jákvæða/heppilega afþreyingu
    • mynda sér skoðun á efni fyrir börn og tjá hana á gagnrýninn hátt með rökum
    • skrifa heimildaritgerð og styttri texta um barnaefni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja á gagnrýninn hátt lesefni handa börnum og unglingum
    • meta með gagnrýnum huga barnaefni af ýmsu tagi
    • greina hvað er heppilegt efni fyrir börn og unglinga miðað við aldur og þroska
    • miðla til annarra menningarlegu efni
    • rökstyðja skoðun sína á barnaefni og vera tilbúinn að rökræða hana
    • túlka, greina og beita gagnrýninni hugsun við lestur ýmiss konar texta og myndefnis fyrir börn
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.