Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1384168498.15

  Hugur og hönnun II
  HÖNN2FÖ05(12)
  6
  hönnun
  Forritun og örtölvur
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  12
  Í áfanganum læra nemendur um tölvustýrða tækni og samskiptaferlið milli tölvu og framleiðslutækja á borð við vatns- og laserskurðarvéla, fræsara og þrívíddarprentara. Nemendur læra grunnatriði í forritun og gera tilraunir með notkun örtölva og þau forrit sem stýra þeim. Skoðuð eru fyrirtæki sem nýta sér tölvutækni við framleiðslu sína og starfsemi, allt frá framleiðslufyrirtækjum yfir í tölvuleiki. Í lok áfangans vinna nemendur verkefni sem felst í að hanna og útbúa hlut með ákveðna virkni sem stýrt er af örtölvu. Nemendur kynna verkefnið fyrir öðrum og huga að markaðssetningu í tengslum við frekari þróun. Áhersla er lögð á endurnýtingu á efnum og farið er yfir þau áhrif sem framleiðsla almennt hefur á náttúrulegar auðlindir og samfélagið.
  Gott er að hafa tekið áfangann HÖNN1HH05 (11) á undan en það er þó ekki nauðsynlegt.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnatriðum forritunar
  • grunnatriðum stýrirása
  • hvernig hægt er að nýta tækni og skapandi hugsun til að þróa hugmynd í átt að áþreifanlegum hlut.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með örtölvur og aðra tölvustýrða tækni
  • beita aðferðum sem hjálpa honum að takast á við nám eða vinnu í nýskapandi umhverfi
  • kynna hugmyndir og verkefni fyrir öðrum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • þróa hlut/vöru með hagnýtt gildi ...sem er metið með... kynningu á virkni hlutarins/vörunnar
  • gera sér grein fyrir mikilvægi sjálfbærni í hönnun og framleiðslu ...sem er metið með... kynningu á afurð.
  Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandi fá með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvar hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru kynningarverkefni og skilamappa (portfolio).