Töluleg gögn, myndræn framsetning, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu. Undirstöðuatriði líkindareiknings. Helstu gerðir tölfræðilegrar dreifingar gagnasafna.
Undirstöðuatriði algebru, prósentureiknings og jöfnureiknings. Lágmark 10 fein í grunnáföngum stærðfræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Myndrænni framsetningu talnasafna
Lýsandi tölfræði
Talningafræði og líkindareikningi
Tvíkostadreifingu og normalreifingu
Fylgni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota algeng tölvuforrit, svo sem töflureikna, til tölfræðilegrar úrvinnslu og myndrænnar framsetningar gagna.
Nota myndræna framsetningu tölfræðilegra gagna til upplýsingaöflunar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Stunda frekara nám í tölfræði ...sem er metið með... verkefnum og prófi
Túlka og meta tölulegar upplýsingar, svo sem forspárgildi þeirra. ...sem er metið með... verkefnum og prófi
nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... Verkefnum, þar sem reynir á innsæi.
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.