Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1388464010.2

    Líffæra- og lífeðlisfræði
    LÍOL2IL05
    3
    líffæra og lífeðlisfræði
    innri líffæri
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir helstu grunndvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Farið verður yfir eftirfarandi líkamskerfi: Hringrásarkerfið (samsetning blóðsins, uppbygging og starfsemi hjartans og hringrásir blóðs og vessa) Öndunarkerfið (bygging og hlutverk öndunarfæranna, stjórn öndunar og loftskipti í lungum og vefjum) Meltingarkerfið (bygging og hlutverk meltingarfæranna og melting orkuefnanna) Þvagfærakerfið (bygging og hlutverk þvagfæranna, ferill þvagmyndunar og stilling þvagmagns) Æxlunarkerfið (bygging og hlutverk æxlunarfæranna, samsetning sæðis og þroskaferill eggfrumu)
    Inngangur að náttúruvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu, starfsemi og hlutverkum hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfis
    • eðliseinkennum blóðs og hlutverki þess í líkamanum
    • megingerðum blóðfrumna, einkennum þeirra, hlutverki og myndunarstað
    • byggingu hjartans og eðli hjartsláttar
    • þeim þáttum sem ákvarða og stjórna blóðþrýstingi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rekja blóðstreymið um hjartað
    • fylgja eftir flæði vessa um kerfið
    • rekja leið innönundarloftsins og lýsa stjórn öndunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • útskýra leiðir blóðs um líkamann
    • útskýra ferli inn- og útöndunar
    • útskýra frjóvgun og fyrstu daga fósturþroskans
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar (nema annað komi fram). Kaflapróf er tekið úr hverjum kafla (kafli 20 og 21 saman) og þurfa nemendur að fá lágmarkseinkunina 5,0 að meðaltali úr þessum prófum (alls 10 próf) til að eiga möguleika á að standast áfangann (þessi próf eru stutt og án allra gagna). Þrjú hlutapróf (kafli 11-14, 15-17 og 18-21) eru tekin yfir önnina úr námsefninu og þurfa nemendur að fá lágmarkseinkunina 5,0 að meðaltali úr þessum prófum (alls 3 próf) til að eiga möguleika á að standast áfangann (þessi próf eru lengri og nemendur geta notað öll gögn).