Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1388466722.19

  Íslenska glæpasögur
  ÍSLE3GL05
  13
  íslenska
  glæpasögur
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun glæpasagnaritunar. Nemendur kynnast nokkrum íslenskum glæpasagnahöfundum, lesa og meta verk þeirra, auk þess að kynna sér erlenda höfunda og þýddar glæpasögur.
  A.m.k. 10 einingar í íslensku á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • á formi og einkennum bókmenntategundarinnar
  • sögu og þróun glæpasagnaritunar, skoði stöðu hennar innan bókmenntanna og tengsl við aðra miðla, t.d. bíómyndir og sjónvarp
  • verkum nokkurra íslenskra og erlendra glæpasagnahöfunda
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um form og einkenni glæpasögunnar
  • lesa og fjalla um glæpasögur á gagnrýninn og fræðilegan hátt
  • flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum ...sem er metið með... skriflegum og munnlegum verkefnum
  • tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir ...sem er metið með... umræðum í tímum og á neti
  • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum einstaklings- og samvinnuverkefnum
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.