Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1388850255.37

    Útivist snjór
    ÚTIV2ÚS05
    4
    Útivist
    Útivist í snjó
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er að mestu leyti verklegur og kynnir útivist sem hægt er að stunda þegar er snjór. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum í ísklifri, skíðun (alpa, fjalla og göngu), snjóbrettun, gerð snjóhúsa og fjallamennsku. Mikil áhersla verður lögð á að nemendur verði sjálfstæðir í óbyggðum, geti metið aðstæður, t.d. breytt veðurskilyrði, með tilliti til öryggis og tekið skynsamar ákvarðanir varðandi t.d. leiðarval og notkun öryggisbúnaðar.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, td. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, ísklifur og fl.
    • náttúru Íslands og góðrar umgengni við hana
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leggja mat á aðstæður í óbyggðum og beita þeim sérhæfða búnaði sem notaður er til útivistar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta aðstæður með tilliti til öryggis og taka skynsamar ákvarðanir í samræmi við þær, sérstaklega ef breytingar verða á aðstæðum eins og t.d. breytt veðurskilyrði eða snjóalög
    • geta stundað útivist þar sem krafist er sérstaks útbúnaðar, td. fyrir gönguferðir, skíðaferðir, hjólreiðar, brimbrettareið og fl.
    • ferðast um óbyggðir Íslands á öruggan og ábyrgan hátt
    • geta tekið þátt í upplýstri umræðu og rökræðum um málefni er tengjast útivist
    • vera meðvitaður um umhverfi sitt, hafa lært að njóta þess, virða og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga
    • vera vel undirbúnir fyrir frekara nám einkum á sviði kennslu útivistar á háskólastigi
    Áfanginn er bóklegur og verklegur og notast við leiðsagnarmat með símati alla önnina. Nemendur verða að standast mætingakröfur áfangans