Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1391615065.21

    Samfélagsfræði, saga, landafræði og náttúrufræði á sérnámsbraut
    SANS1ÍM04
    1
    Samfélagsfræði, landafræði og náttúrufræði á sérnámsbraut, saga
    Íslensk menning og saga
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist íslenskri menningarsögu og lífsháttum þjóðarinnar fyrr og nú auk þess sem þeir fræðast um helstu viðburði heimssögunnar. Fjallað er um landafræði Íslands s.s. landshætti, náttúrufar og mannlíf. Lögð er áhersla á að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt. Einnig er umfjöllun um heimsálfurnar og þau lönd sem næst okkur eru. Í samfélagsfræði er gert ráð fyrir að nemendur fræðist um mismunandi menningarlegar og félagslegar aðstæður sem fólk býr við.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atburðum Íslands- og heimssögunnar.
    • náttúrufari og mannlífi á Íslandi.
    • húsdýrum, villtum dýrum og fuglum.
    • mismunandi menningu og aðstæðum fólks.
    • landafræði og landsháttum Íslands.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í samræðum um atburði heims- og Íslandssögunnar.
    • tjá sig um náttúrufar, mannlíf og dýralíf á Íslandi.
    • umgangast mismunandi menningarhópa af virðingu og gera sér grein fyrir mismunandi aðstæðum fólks.
    • átta sig á landsháttum á Íslandi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna ólíkum menningarhópum og aðstæðum fólks skilning sem metið er verklegum æfingum og umræðum reglulega yfir önnina.
    • fjalla um atburði heims- og Íslandssögunnar sem metið er með einstaklings- og hópverkefnum.
    • gera sér grein fyrir fjölbreyttu náttúrufari, mannlífi og dýralífi á Íslandi sem metið er með einstaklings- og hópverkefnum.
    • fjalla um landshætti og landafræði á Íslandi sem metið er með hópavinnu og einstaklingsverkefnum.
    Notað er fjölbreytt námsmat sem tekur mið af þekkingu, leikni og hæfni nemandans. Námsmat byggir m.a. á verkefnum sem nemandinn leysir, þátttöku hans í kennslustundum. Tekið er tillit til viðhorfa nemanda og framkomu við mat. Verkefnum er safnað í ferilmöppu sem nemandinn fær í lok náms.