Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1392209478.51

    Náttúrulæsi
    NÁLÆ1AN05(AT)
    2
    Náttúrulæsi
    Almennt náttúrulæsi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AT
    Í áfanganum kynnast nemendur ýmsum grunnhugmyndum náttúruvísinda og fá tækifæri til að tengja þær við fyrri þekkingu og sitt daglega líf. Leitast er við að þjálfa nemendur í gagnrýninni hugsun og að þeir auki færni sína í vinnubrögðum sem tengjast öflun, úrvinnslu og framsetningu upplýsinga. Síðast en ekki síst er leitast við að vekja áhuga, efla þekkingu og ábyrgðarkennd nemenda gagnvart náttúrunni. Í áfanganum er leitast við að fjalla um ólík viðfangsefni úr raunvísindum en innihald getur verið breytilegt milli anna og jafnvel geta tvær útfærslur verið í gangi á sömu önninni. Nemendur hafa þá val um hvaða útfærslu þeir velja. Dæmi um möguleg viðfangsefni: • Umhverfismál • Sjálfbærni • Veðurfræði • Orka og virkjanir • Stjörnufræði • Efnafræði daglegs lífs • Landgræðsla (vistfræði) • Loftslagsbreytingar • Erfðafræði • Eldvirkni og jarðskjálftar • Vatn: Hringrás þess og mikilvægi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum sem notuð eru við umfjöllun um þau viðfangsefni sem áfanginn snýst um hverju sinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig í ræðu og riti á sjálfstæðan hátt um viðfangsefni áfangans
    • beita hugtökum sem lúta að viðfangsefni áfangans í umfjöllun um viðfangsefni hans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í umræðu í samfélaginu um mál sem varða viðfangsefni áfangans ...sem er metið með... umræðum, verkefnaskilum, sjálfsmati og jafningjamati eftir því sem við á
    • meta hvort upplýsingar séu réttar og/eða áreiðanlegar ...sem er metið með... með umræðum og prófum eftir því sem við á
    • meta hvaða spurningar eru vísindalegar og hvernig vísindaheimurinn myndi leita svara við þeim ...sem er metið með... með verkefnaskilum, umræðum og prófum eftir því sem við á