Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1394014092.47

    Kórsöngur, 2. áfangi, leið B
    KÓRS1NF05
    3
    Kórsöngur
    Nótnalestur og framkoma
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er haldið áfram að þjálfa undirstöðuatriði kórsöngs. Fjallað er um raddbeitingu og raddvernd, mismunandi gerðir samsöngs, blæbrigði inntónunar og flóknari atriði nótnalesturs. Nemendur ná betri tökum á einföldum atriðum nótnalesturs og öðlast meira öryggi í framkomu. Kórfélagar kynnast áfram fjölbreyttri tónlist frá ýmsum löndum og úr mismunandi tónlistarstefnum. Kórfélagar taka þátt í fjölbreyttum verkefnum, æfa tvisvar til þrisvar í viku í tvo tíma í senn. Æfingabúðir eru haldnar eina helgi á hverri önn. Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri, heldur tónleika, syngur við brautskráningarathafnir í skólanum og heldur reglulega í söngferðalög, bæði innlands og utan. Allir kórfélagar taka þátt í undirbúningi ferða, s.s. með fjáröflun o.fl.
    KÓRS1RS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum nótnalestrar, s.s. tónhæð, nótnaheitum í tveimur lyklum (G og F) og mismunandi uppsetningu kórnótna, t.d. á tvo eða fjóra nótnastrengi í systemi
    • einföldum gerðum tónstyrksmerkinga, s.s. pp, p, mp, mf, f og ff og breytinga á tónstyrk (crescendo og diminuendo og v-laga (graífískri) framsetningu
    • nokkurra valinna tónlýsiorða á ítölsku
    • tónmyndun og raddvernd söngvara og þekki til grunnatriða í söngtækni
    • helstu rytmasamsetningum og taktlengdum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma fram með kór og öðlast meira öryggi í framkomu
    • fylgja einföldum og meira krefjandi laglínum af nótum, bæði hvað varðar tónhæð og rytma
    • syngja sig saman í hljóm með nokkuð öruggri inntónun
    • greina sína rödd út frá hljómi, bæði ómþýðum og einföldum ómstríðari
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • njóta fegurðar samsöngs
    • meta gildi tónlistar sem listgreinar
    • þroska með sér smekk fyrir kórtónlist eftir mismunandi tónlistarstefnum