Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1394623563.75

    Félagssálfræði, greind og persónleiki
    SÁLF3FG05
    9
    sálfræði
    félagssálfræði, greind, persónuleikinn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Atferli, hugsanir og viðhorf eru skoðuð í félagslegu samhengi. Meðal efnisþátta sem teknir eru fyrir eru staðalmyndir, fordómar, hjálpsemi, hlýðni, félagslegur þrýstingur, ást og fortölur. Kenningar og staðreyndir um greind, vitsmunaþroska og greindarmælingar eru kynntar auk þess sem fjallað er um nokkrar gerðir greindarprófa. Mismunandi persónuleikakenningar eru skoðaðar, fjallað um mismunandi tegundir persónuleikaprófa og gerð tilraun til að útbúa persónuleikapróf. Áhersla er lögð á að nemandi geti tekið sjálfstæða, vel rökstudda afstöðu til álitamála varðandi félagssálfræði, persónuleikasálfræði og greind.
    A.m.k. 10 einingar í sálfræði á 2.þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • félagssálfræði, helstu hugtökum hennar og rannsóknarniðurstöðum
    • greindarhugtakinu og mismunandi kenningum um greind
    • persónuleikanum og ólíkum kenningum um hann
    • mismunandi skoðunum fræðimanna á sálfræðilegum prófum og notkun þeirra
    • áhrifum erfða og umhverfis á mótun mannlegra eiginleika
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina samskiptamynstur einstaklinga og hópa í umhverfi sínu
    • útbúa drög að sálfræðilegum prófum og leggja mat á þau
    • framkvæma sálfræðirannsókn og setja niðurstöður fram í skýrslu og fyrirlestri
    • undirbúa og taka þátt í rökræðum um efni áfangans
    • leggja mat á eigin vinnu og vinnu annarra nemenda í áfanganum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja betur viðhorf og hegðun við mismunandi aðstæður, bæði hjá sjálfum sér og öðrum
    • taka afstöðu til og rökræða málefni sem tengjast sálfræðinni
    • miðla því sem hann hefur lært í áfanganum
    • vinna sjáfstætt úr sálfræðilegum gögnum og leggja mat á þau
    Leiðsagnarmat.