Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1399472748.19

  Listljósmyndun ,heimilda- og fréttaljósmyndun
  LJÓS3HF05
  2
  ljósmyndun
  Heimilda- og fréttaljósmyndun
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemendur kynnast heimilda- og fréttaljósmyndun, verkefnum á því sviði og vinna verkefni því tengt með eigin listrænu nálgun. Þeir skulu beita viðeigandi aðferðum til að ná fram túlkun sinni byggt á þekkingu þeirra um ljósmyndun og vinnslu ljósmynda.
  A.m.k. 10 einingar í listljósmyndun á 2. þrepi
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tilgangi faggreinanna
  • siðfræðilegum álitamálum
  • rannsóknarvinnu
  • hugmyndavinnu
  • listrænni túlkun
  • gagnrýni
  • gildi þess að tjá sig um eigin sköpun og sýna
  • vinnuumhverfi, vinnutækjum og áhöldum og meðferð þeirra
  • miðlun þekkingar á fagsviði sínu á fjölbreyttan hátt
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • takast á við heimilda- og fréttaljósmyndun með ábyrgum, sjálfstæðum og skapandi hætti
  • fást við siðfræðileg álitamál faggreinarinnar
  • afla upplýsinga um viðfangsefni sem hann túlkar
  • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í frétta- og heimildaljósmyndun og beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
  • greina eigin verk og annarra og gagnrýna þau
  • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkferli og listrænar niðurstöður
  • öðlast öryggi í beitingu mismunandi miðlunarleiða í heimilda- og fréttaljósmyndun og geta valið viðeigandi leið með tilliti til verkefna og aðstæðna hverju sinni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hagnýta þá sérhæfðu þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu sem hann hefur aflað sér
  • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðfræðilegu og samfélagslegu hlutverki heimilda og fréttaljósmyndunar
  • túlka viðfangsefni sitt með listljósmyndum byggt á áreiðanlegum upplýsingum
  • nota innsæki og tilfinningar við sköpun
  • gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðfræðilegu og samfélagslegu hlutverki heimilda- og fréttaljósmyndunar
  • gagnrýna á uppbyggilegan og hlutlægan hátt
  • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
  • ganga frá og birta eigin verk á sýningu, neti eða prentmiðli
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.