Áfanginn gefur innsýn í mannfræði sem vísindagrein og skiptingu hennar í undirgreinar. Aðaláhersla á félagsmannfræði og tengsl hennar við aðrar greinar félagsvísinda en einnig kynning á fornleifafræði og líkamsmannfræði. Sérstaklega er fjallað um þátttökuathugun og etnografíur eða þjóðlýsingar sem afurð rannsókna í félagsmannfræði. Áhersla á að nemendur kynni sér þróunarhugtakið á gagnrýninn hátt í tengslum við þróun mannsins og þróun samfélaga. Jafnframt að þeir kynnist ólíkum menningarheimum og þjálfist í að beita afstæðishyggju sem hluta af aðferðafræði fagsins. Skoðaðar fjölbreyttar útfærslur af félagslegum festum sem finnast í öllum samfélögum svo sem hagkerfum, sifjakerfum og trúarbrögðum. Eftir föngum stuðst við myndefni en sérstök áhersla lögð á að nemendur kynni sér rannsóknir íslenskra mannfræðinga, bæði á eigin samfélagi og öðrum samfélögum. Mikilvægt að nemendur lesi kennslubókina til að öðlast ákveðinn grunn en í tímum og heima verða gerð stærri og minni verkefni sem krefjast sjálfstæðra vinnubragða og oft eigin leitar að heimildum. Mikilvægt að nemendur kynnist kostum og göllum ólíkra miðlunarforma og læri að leggja gagnrýnið mat á heimildir.
A.m.k. 10 einingar í félagsfræði á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hnattrænu sjónarhorni og skiptingu mannfræðinnar í undirgreinar
sögu félagsmannfræði og tengslum hennar við heimsvaldastefnuna
sérstöðu mannfræði varðandi aðferðir og viðfangsefni
skyldleika við aðrar greinar félagsvísinda
rannsóknum erlendra og íslenskra mannfræðinga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta mismunandi kenningar greinarinnar til að skoða fjarlæg og nálæg samfélög
afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
nýta fræðilegan texta og myndefni til skilnings á einföldum samfélögum
miðla skýrt og skilmerkilega fræðilegu efni á skriflegan og munnlegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
tileinka sér ákveðna afstæðishyggju, víðsýni og umburðarlyndi
setja menningar- og félagsleg festi, svo sem hagkerfi, sifjar og trú, í hnattrænt samhengi
beita gagnrýninni hugsun og viðurkenndum aðferðum við að koma skoðunum sínum á viðfangsefnum greinarinnar á framfæri
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.