Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1400163241.9

  Fjölmiðlafræði á starfsbraut
  FÉLA1SF05
  1
  félagsfræði
  fjölmiðlafræði
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Valáfangi í félagsfræði á starfsbraut þar sem áhersla er á samræðu, jákvæð samskipti og samstarf. Náminu er ætlað bæta skilning á félagslegum fyrirbærum sem hafa áhrif á daglegt líf nemenda og auka hæfni þeirra í að fylgjast með og skilja fréttir. Fjölmiðlar, einkum dagblöð og netmiðlar, notaðir sem kveikjur, og upplýsingabrunnur. Áhersla á að auka færni nemenda í að tjá sig munnlega og skriflega, koma skoðunum sínum á framfæri, hlusta á aðra og taka þátt í samræðu og samstarfi.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig fyrirbærið fjölmiðlill virkar
  • helstu dagblöðum og netmiðlum landsins
  • mikilvægi mynda og texta með þeim í fjölmiðlum
  • hvernig nálgast má fróðleik og fjölbreyttar upplýsingar í fjölmiðlum
  • hvernig fólk skiptist á skoðunum og ræðir mál í fjölmiðlum
  • mikilvægi jákvæðni sem undirstöðu góðra samskipta
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta dagblöð og netmiðla til að afla sér almenns fróðleiks
  • nýta dagblöð og netmiðla til að dýpka skilning á sérstökum hugðarefnum
  • setja fram skoðanir sínar og rökstyðja þær í samtali við aðra
  • bregðast við skoðunum annarra með málefnalegum hætti
  • sýna samhug og bæta andrúmsloft með jákvæðri framgöngu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina milli frétta, slúðurs og auglýsinga
  • leggja mat á trúverðugleika frásagna í fjölmiðlum
  • skrifa stuttar frásagnir um hugðarefni sín
  • tjá skoðanir sínar og bregðast málefnalega við skoðunum annarra
  • bæta samskipti með jákvæðum athugasemdum og hrósi
  Símat fer fram alla önnina. Grunnur einkunna er úrlausn verkefna, bæði vikulegra verkefna og annarra verkefna, kynninga og umræðna í tímum.