Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1400164429.12

  Íþróttafræði, þjálfunarformin og aðferðir
  ÍÞRF2ÞA05
  4
  íþróttafræði
  siðfræði íþrótta og próf/mælingar íþróttamanna, skipulagning þjálfunar til lengri og skemmri tíma, Þjálfunarformin og aðferðir innan þeirra
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Þjálfunarformin og aðferðir innan þeirra, skipulagning þjálfunar til lengri og skemmri tíma, siðfræði íþrótta og próf/mælingar íþróttamanna
  5 einingar í lýðheilsu á 1. þrepi æskilegir
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu þjálfunarformunum og þeim aðferðum sem finnast innan þeirra
  • mikilvægi þess að skipuleggja þjálfun bæði til lengri og skemmri tíma
  • þeim siðfræðilegu sjónarmiðum sem finnast í íþróttum
  • mikilvægi þess að prófa/mæla íþróttamenn
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • framkvæma þær aðferðir sem finnast innan hvers þjálfunarforms
  • setja upp þjálfunaráætlun til lengri og skemmri tíma
  • sjá kosti og galla þeirra siðfræðilegu atriði sem upp geta komið í íþróttum
  • velja rétt próf fyrir íþróttamenn út frá því hvað eigi að prófa
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta hvaða aðferð innan þjálfunarformanna sé hentugust hverju sinni
  • skipuleggja þjálfun einstaklings og hóps til lengri og skemmri tíma
  • meta og taka réttu ákvörðunina út frá þeim siðfræðilegu sjónarmiðum íþrótta
  • framkvæma hin ýmsu próf/mælingar rétt
  Í áfanganum er leiðsagnarmat með símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar.