Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400176015.46

    Þættir úr mannkynssögu fram að 1800
    SAGA2MF05
    9
    saga
    mannskynssaga til 1800
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Þar sem þetta er fyrsti sagnfræði áfangi nemenda á framhaldsskólastigi er höfuðáhersla lögð á að kynna nemendur fyrir sögu sem námsgrein og fræðigrein. Markvisst er unnið að því að kynna fyrir nemendum mismunandi tegundir heimilda og þjálfa þá í notkun þeirra og einfaldri framsetningu efnis. Lögð er áhersla á að sýna fram á hvernig sagan birtist nemendum í nútímanum. Helstu efnisþættir áfangans verða: Fornöldin og arfur hennar í dag: yfirlit yfir fyrstu samfélög manna, trúarbrögð þeirra og menningu, grísk menning, stjórnarhættir, goðaheimur, heimspeki listir og leiki og Rómaveldi, stjórnarhættir, goðaheimur, lýðveldistíminn og keisaratíminn. Menningarheimur Miðalda: upphaf kristinnar Evrópu, Íslam og múslimar, Ísland á miðöldum og síðmiðaldir: Kreppa og plága Ný Heimsmynd: siðaskiptin í Evrópu og á Íslandi, endurreisnin, landafundir og vísindabylting og Upplýsingin
    Inngangur að félagsvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi skeiðum mannkynssögunnar
    • ýmsum sviðum og hluttakendum sögunnar, menningu og hugarfari, hversdagslífi og stjórmálum, einstaklingi og samfélagi, tækni og vísindum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afmarka söguleg málefni, greint meginþætti og álitamál, leitað eftir mismunandi sjónarhornum, lýst málinu og gefið álit sitt
    • leita samhengis og tengsla milli tímabila, svæða og sviða
    • í að nýta sér birtingarform sögunnar: kennslubækur, handbækur, fræðirit, myndefni og internetið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sjá sögu Íslands í samhengi við sögu Norðurlanda, Evrópu og heimsins
    • gera sér grein fyrir gildi og afstæði sögulegrar frásagnar og skýringa
    • fá lifandi áhuga á fjölþættri sögu
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.