Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1400177627.35

  Tilveran, samskipti
  TILV1SS05
  3
  Tilveran
  Tilveran, samskipti
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Í áfanganum verður lögð áhersla á: að efla sjálfstraust og virðingu fyrir líkama og sál félagatengsl, vináttu, mannleg samskipti, hreinlæti og almennir hollustuhættir, margbreytileika mannsins, umhverfi og eigin ábyrgð. Einnig verða kennd stutt verkleg námskeið
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • samskiptum
  • tjáningu
  • sjálfsvirðingu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • eiga í samskiptum við aðra
  • tjá sig fyrir framan hóp
  • fara eftir almennum reglum um samskipti
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • öðlast sjálfstraust og efla sjálfan sig í að takast á við nýja hluti
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • gera sér grein fyrir margbreytileika mannsins og bera virðingu fyrir því
  • gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og læri að nýta þá í daglegu lífi
  Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.